Fyrsta Mósebók
4 Adam hafði kynmök við Evu konu sína og hún varð barnshafandi.+ Þegar hún fæddi Kain+ sagði hún: „Ég hef eignast* dreng með hjálp Jehóva.“ 2 Seinna fæddi hún Abel+ bróður hans.
Abel varð fjárhirðir en Kain jarðyrkjumaður. 3 Dag einn tók Kain hluta af uppskerunni og færði Jehóva að fórn. 4 En Abel færði fórn af frumburðum hjarðar sinnar+ ásamt fitu þeirra. Jehóva leit með velþóknun á Abel og fórn hans+ 5 en hann leit ekki með velþóknun á Kain og fórn hans. Þá varð Kain ákaflega reiður og bitur.* 6 „Hvers vegna ertu svona reiður og bitur?“ spurði Jehóva hann. 7 „Hlýturðu ekki velþóknun mína* ef þú snýrð af rangri braut og gerir það sem er gott? En ef þú gerir það ekki liggur syndin við dyrnar og vill ná þér á sitt vald. Þú verður að ná tökum á henni.“
8 Kain sagði þá við Abel bróður sinn: „Förum út á engið.“ Þegar þeir voru þar réðst Kain á Abel bróður sinn og drap hann.+ 9 Seinna spurði Jehóva Kain: „Hvar er Abel bróðir þinn?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði hann. „Á ég að passa upp á bróður minn?“ 10 Þá sagði Guð: „Hvað hefurðu gert? Hlustaðu, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðinni!+ 11 Héðan í frá ertu bölvaður og rekinn burt af jörðinni sem hefur opnað munn sinn til að taka á móti blóði bróður þíns sem þú úthelltir.+ 12 Þegar þú ræktar landið skal það ekki gefa þér uppskeru sína.* Þú verður flækingur og flóttamaður á jörðinni.“ 13 Kain sagði við Jehóva: „Refsingin fyrir synd mína er of þung til að bera. 14 Í dag rekur þú mig burt úr landinu og ég verð hulinn augliti þínu. Ég verð flækingur og flóttamaður á jörðinni. Ég er viss um að hver sem finnur mig mun drepa mig.“ 15 Jehóva sagði því við hann: „Hver sem drepur Kain skal gjalda fyrir það sjö sinnum.“*
Og Jehóva setti merki* á Kain til þess að enginn sem rækist á hann myndi drepa hann. 16 Síðan fór Kain burt frá augliti Jehóva og settist að í Útlegðarlandi,* austan við Eden.+
17 Kain hafði kynmök við konu sína+ og hún varð barnshafandi og fæddi Enok. Kain hófst handa við að byggja borg og nefndi hana í höfuðið á Enok syni sínum. 18 Þegar fram liðu stundir eignaðist Enok soninn Írad. Írad eignaðist Mehújael, Mehújael eignaðist Metúsael og Metúsael eignaðist Lamek.
19 Lamek tók sér tvær konur. Sú fyrri hét Ada og sú síðari Silla. 20 Ada fæddi Jabal. Hann var fyrstur í röð þeirra sem bjuggu í tjöldum og ræktuðu búfé. 21 Bróðir hans hét Júbal en hann var fyrsti hörpu- og flautuleikarinn. 22 Silla fæddi líka son, Túbal Kain. Hann smíðaði alls konar verkfæri úr kopar og járni. Systir Túbals Kains hét Naama. 23 Lamek orti þetta ljóð handa konum sínum, Ödu og Sillu:
„Leggið við hlustir, konur Lameks.
Hlýðið á orð mín:
Mann drap ég fyrir að veita mér sár,
já, ungmenni fyrir að slá mig.
24 Ef Kains skal hefnt 7 sinnum+
þá skal Lameks hefnt 77 sinnum.“
25 Adam hafði aftur kynmök við konu sína og hún fæddi son. Hún nefndi hann Set*+ því að „nú hefur Guð,“ sagði hún, „gefið mér* annan afkomanda í stað Abels sem Kain drap.“+ 26 Set eignaðist líka son og nefndi hann Enos.+ Á þeim tíma fór fólk að ákalla nafn Jehóva.