Síðari Samúelsbók
17 Síðan sagði Akítófel við Absalon: „Leyfðu mér að velja 12.000 menn og fara á eftir Davíð í nótt. 2 Ég kem að honum þegar hann er þreyttur og uppgefinn+ og skýt honum skelk í bringu. Þá flýja allir sem eru með honum og ég drep konunginn einan.+ 3 Síðan flyt ég allt fólkið aftur til þín. Ef maðurinn sem þú ert á eftir er dauður snýr allt fólkið aftur til þín og þannig kemst á friður.“ 4 Absalon og öllum öldungum Ísraels leist vel á þessa hugmynd.
5 En Absalon sagði: „Kallið á Húsaí+ Arkíta og heyrum hvað hann hefur að segja.“ 6 Húsaí kom þá til Absalons. Absalon sagði honum hvað Akítófel hafði lagt til og spurði: „Eigum við að gera það sem hann segir? Ef ekki, hvað leggur þú til?“ 7 Húsaí svaraði Absalon: „Ráð Akítófels er ekki gott í þetta skipti.“+
8 Húsaí hélt áfram: „Þú veist vel að faðir þinn og menn hans eru miklir kappar+ og stórhættulegir* eins og birna sem hefur týnt húnum sínum úti á víðavangi.+ Faðir þinn er auk þess mikill stríðsmaður+ og verður ekki hjá fólkinu í nótt. 9 Hann hefur örugglega falið sig í einhverjum helli* eða annars staðar.+ Ef hann verður fyrri til að ráðast á menn þína spyrst það út og fólk segir: ‚Þeir sem fylgja Absalon hafa beðið ósigur.‘ 10 Þá mun jafnvel hugrakkasti maður með ljónshjarta+ skjálfa af hræðslu því að allur Ísrael veit að faðir þinn er hinn mesti kappi+ og að mennirnir með honum eru sterkir og hraustir. 11 Þetta legg ég til: Kallaðu til þín allan Ísrael frá Dan til Beerseba+ svo að fjöldinn verði eins og sandkorn á sjávarströnd,+ og farðu sjálfur fyrir þeim til orrustu. 12 Við munum ráðast á hann hvar sem hann er að finna og falla yfir hann eins og dögg fellur yfir jörðina. Enginn kemst undan, hvorki hann né nokkur af mönnum hans. 13 Ef hann hörfar inn í einhverja borg fer allur Ísrael þangað með reipi og síðan drögum við borgina niður í dalinn þar til ekki ein einasta steinvala stendur eftir.“
14 Þá sögðu Absalon og allir Ísraelsmenn: „Ráð Húsaí Arkíta er betra+ en ráð Akítófels.“ En Jehóva hafði ákveðið að gera hið góða ráð Akítófels að engu.+ Jehóva ætlaði nefnilega að leiða ógæfu yfir Absalon.+
15 Húsaí sagði nú prestunum Sadók og Abjatar+ hvað Akítófel hafði ráðlagt Absalon og öldungum Ísraels og hvað hann sjálfur hafði lagt til. 16 Síðan sagði hann: „Flýtið ykkur nú og látið þessi boð berast til Davíðs: ‚Verðu ekki nóttinni við vöðin* í óbyggðunum. Farðu heldur yfir ána svo að þér, konungur, og öllu þínu liði verði ekki eytt.‘“+
17 Jónatan+ og Akímaas+ héldu til við Rógellind+ því að þeir vildu ekki að neinn sæi þá fara inn í borgina. Þjónustustúlka nokkur fór því til þeirra og færði þeim skilaboðin svo að þeir gætu farið með þau til Davíðs konungs. 18 En unglingur nokkur sá til þeirra og lét Absalon vita. Mennirnir tveir flýttu sér þá burt og komu að húsi manns nokkurs í Bahúrím.+ Í húsagarði hans var brunnur. Þeir fóru ofan í hann 19 og kona mannsins breiddi teppi yfir brunninn og stráði muldu korni yfir. Engan grunaði neitt. 20 Þjónar Absalons komu nú inn í húsið til konunnar og spurðu: „Hvar eru Akímaas og Jónatan?“ „Þeir fóru fram hjá og héldu í átt að ánni,“ svaraði konan.+ Mennirnir leituðu að þeim en fundu þá hvergi og sneru því aftur til Jerúsalem.
21 Þegar mennirnir voru farnir komu tvímenningarnir upp úr brunninum. Þeir fóru síðan og létu Davíð konung vita og sögðu: „Farið af stað og drífið ykkur yfir ána því að Akítófel hefur lagt á ráðin gegn ykkur.“+ 22 Davíð og allir sem voru með honum lögðu þá strax af stað og fóru yfir Jórdan. Þegar birti af degi voru allir sem einn komnir yfir ána.
23 Þegar Akítófel varð ljóst að ráðum hans hafði ekki verið fylgt lagði hann á asna og fór til heimaborgar sinnar.+ Hann kom heim til sín og gerði ráðstafanir fyrir fjölskyldu sína.+ Síðan hengdi hann sig+ og lét þannig lífið. Hann var jarðaður í gröf forfeðra sinna.
24 Davíð var nú kominn til Mahanaím+ og Absalon fór yfir Jórdan ásamt öllum Ísraelsmönnum. 25 Absalon setti Amasa+ yfir herinn í stað Jóabs,+ en Amasa var sonur Ítra frá Ísrael og Abígail+ Nahasdóttur, systur Serúju móður Jóabs. 26 Ísraelsmenn og Absalon settu upp búðir í Gíleað.+
27 Um leið og Davíð kom til Mahanaím komu til hans Sóbí, sonur Nahas frá Rabba,+ borg Ammóníta, Makír+ Ammíelsson frá Lódebar og Barsillaí+ Gíleaðíti frá Rógelím. 28 Þeir höfðu með sér dýnur, skálar, leirker, hveiti, bygg, mjöl, ristað korn, bóndabaunir, linsubaunir, þurrkað korn, 29 hunang, smjör, sauðfé og ost. Þeir komu með allt þetta handa Davíð og þeim sem voru með honum+ því að þeir hugsuðu með sér: „Fólkið hlýtur að vera orðið svangt, þreytt og þyrst í óbyggðunum.“+