Orðskviðirnir
2 Hinn góði hlýtur velþóknun Jehóva
en þann sem hefur illt í hyggju fordæmir hann.+
3 Vonskuverk veita engum manni öryggi+
en hinir réttlátu verða aldrei upprættir.
4 Góð* kona er kóróna manns síns+
en kona sem hegðar sér skammarlega er eins og rotnun í beinum hans.+
5 Hugsanir hinna réttsýnu eru réttlátar
en leiðsögn hinna vondu er villandi.
7 Þegar hinum vondu er kollvarpað heyra þeir sögunni til
en hús réttlátra stendur stöðugt.+
10 Hinn réttláti annast húsdýr sín+
en umhyggja vondra manna er grimmileg.
12 Vondur maður öfundar hina illu af feng þeirra
en rót hinna réttlátu ber ávöxt.
13 Vondur maður syndgar með vörum sínum og lendir í snöru+
en hinn réttláti umflýr erfiðleika.
14 Ávöxtur munnsins mettar mann gæðum+
og hann hlýtur umbun af handaverkum sínum.
17 Áreiðanlegt vitni segir sannleikann
en ljúgvitni fer með blekkingar.
20 Svik eru í hjörtum þeirra sem áforma illt
en gleðin er þeirra sem stuðla að friði.+
22 Jehóva hefur andstyggð á lygavörum+
en yndi af þeim sem eru heiðarlegir.
26 Hinn réttláti leitar að bestu bithögunum
en vegur hinna illu leiðir þá á villigötur.
27 Letinginn eltir ekki bráðina+
en dugnaður er dýrmætur fjársjóður.
28 Gata réttlætisins leiðir til lífs,+
á þeim vegi er enginn dauði.