Orðskviðirnir
26 Eins og snjór að sumri og regn á uppskerutíma,
jafn illa hæfir heiður heimskum manni.+
2 Fuglinn hefur ástæðu til að flýja og svalan að flögra,
eins kemur bölvun ekki að ástæðulausu.*
4 Svaraðu ekki heimskingjanum eftir heimsku hans
svo að þú leggist ekki eins lágt og hann.*
5 Svaraðu heimskingjanum eftir heimsku hans
svo að hann haldi ekki að hann sé vitur.+
6 Eins og sá sem lemstrar fætur sína og skaðar sjálfan sig,*
þannig er sá sem trúir heimskingja fyrir verkefni.
8 Að hrósa heimskum manni
er eins og að binda stein fastan við slöngvu.+
9 Eins og þyrnikvistur í hendi drykkjumanns,
þannig eru spakmæli í munni heimskingjanna.
10 Eins og bogaskytta sem skýtur af handahófi,*
þannig er sá sem ræður heimskingja eða hvern sem á leið hjá til starfa.
11 Eins og hundur sem snýr aftur til ælu sinnar,
þannig endurtekur heimskingi heimsku sína.+
12 Hefurðu séð mann sem heldur að hann sé vitur?+
Heimskingi á meiri von en hann.
13 Letinginn segir: „Það er ungljón á veginum,
ljón á torginu!“+
14 Hurðin snýst á hjörunum
og letinginn í rúminu.+
15 Letinginn stingur hendinni í veisluskálina
en er of þreyttur til að bera hana aftur upp að munninum.+
16 Letinginn heldur að hann sé vitrari
en sjö aðrir sem svara skynsamlega.
18 Eins og galinn maður sem skýtur logandi skeytum og banvænum örvum,*
19 þannig er sá sem gerir náunga sínum grikk og segir síðan: „Ég var bara að grínast!“+
20 Eldurinn slokknar þegar eldiviðinn vantar
og þræturnar stöðvast þegar rógberinn er á bak og burt.+
21 Eins og kol á glæður og viður á eld,
þannig er þrætugjarn maður sem kyndir undir deilum.+
24 Sá sem hatar aðra dylur það með vörum sínum
en svik búa innra með honum.
25 Treystu honum ekki þótt hann tali vingjarnlega
því að sjö viðurstyggðir eru í hjarta hans.*
26 Þótt hann dylji hatrið með hræsni
verður illska hans afhjúpuð í söfnuðinum.
27 Sá sem grefur gryfju fellur í hana
og sá sem veltir steini lendir sjálfur undir honum.+
28 Lygarinn hatar þá sem hann skaðar
og smjaðrarinn steypir í glötun.+