Söngur 62
Hverjum tilheyrum við?
1. Hver á þig alveg nú?
Hver er nú þinn guð í raun?
Sá herra sem þú vilt þjóna helst
er þannig sá sem guð þinn telst.
Ef þú vilt þjóna tveim
mun þér verða illa deilt.
Því elskan þér hjá ei óskipt er þá
og ekki hjarta þitt heilt.
2. En hverjum hlýðir þú?
Og hver er þá drottinn þinn?
Því einn Guð er sannur, aðrir tál,
en einlægt val samt er þitt mál.
Mun herrum þessa heims
þín hollusta falla’ í skaut?
Mun hlýðni Guð fá þó frekar að sjá
er fús þú gengur hans braut.
3. Hver á mig alla tíð?
Það er Drottinn Jehóva.
Minn himneski faðir hlaut mitt val,
ég heit mín við hann efna skal.
Ég verði keyptur var
að vilja Guðs skaparans.
Er sonur hans dó mér sanna lausn bjó,
ég sífellt heiðra nafn hans.
(Sjá einnig Jós. 24:15; Sálm. 116:14, 18; 2. Tím. 2:19.)