SÖNGUR 106
Ræktum með okkur kærleika
Prentuð útgáfa
1. Er auðmjúk bænir fram berum við
og biðjum Guð um hinn æðsta frið
þá munum ávallt að elskan er
sá ávöxtur sem af öðrum ber.
Þótt deildum kunnáttu, hefðum kjark,
án kærleiks aldrei það næði’ í mark.
Því sýnum ást sem er hlý og sönn
þá sést að elskan er okkur töm.
2. En elskan vill gera öðrum gott,
um örlátt hjartalag ber hún vott.
Til engra vill bera haturshug,
með hlýhug stundar góð verk af dug.
Ef elskan sterk er hún umber allt
svo ávöxt andans þú rækta skalt.
Með kærleik baráttan betur tekst,
hann byrðar léttir og aldrei bregst.
(Sjá einnig Jóh. 21:17; 1. Kor. 13:13; Gal. 6:2.)