KAFLI 08
Þú getur verið vinur Jehóva
Jehóva vill að þú kynnist sér betur. Hann vonar að því betur sem þú kynnist eiginleikum hans, framkomu og fyrirætlun því meira langi þig til að vera vinur hans. Heldurðu að þú getir í raun verið vinur Guðs? (Lestu Sálm 25:14.) Hvernig geturðu orðið vinur hans? Biblían svarar þessum spurningum og sýnir hvers vegna vinátta við Jehóva er mikilvægasta samband sem þú getur átt.
1. Hvað býður Jehóva þér að gera?
„Nálgist Guð og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jakobsbréfið 4:8) Hvað merkir það? Jehóva er að bjóða þér vináttu sína. Sumir eiga erfitt með að ímynda sér að geta verið vinur einhvers sem þeir geta ekki séð, hvað þá að vera vinur Guðs. En í orði sínu, Biblíunni, segir Jehóva okkur allt sem við þurfum að vita um hann til að nálgast hann. Vinátta okkar við Jehóva styrkist þegar við lesum boðskap hans til okkar í Biblíunni, jafnvel þó að við höfum aldrei séð hann.
2. Hvers vegna er Jehóva besti vinur sem þú getur átt?
Jehóva elskar þig meira en nokkur annar. Hann vill að þú njótir hamingju og að þú leitir til hans hvenær sem þú þarft á hjálp að halda. Þú getur ‚varpað öllum áhyggjum þínum á hann því að hann ber umhyggju fyrir þér‘. (1. Pétursbréf 5:7) Jehóva er alltaf tilbúinn að styðja, hugga og hlusta á vini sína. – Lestu Sálm 94:18, 19.
3. Hvers ætlast Jehóva til af vinum sínum?
Jehóva elskar alla menn en „er náinn vinur hinna réttlátu“. (Orðskviðirnir 3:32) Jehóva ætlast til að vinir hans reyni að gera það sem er gott í hans augum og forðast það sem hann telur slæmt. Sumir halda kannski að þeir geti aldrei lifað í samræmi við staðla Jehóva um hvað sé gott og slæmt. En Jehóva er skilningsríkur. Hann tekur á móti öllum sem elska hann í raun og veru og gera sitt besta til að þóknast honum. – Sálmur 147:11; Postulasagan 10:34, 35.
KAFAÐU DÝPRA
Lærðu meira um hvernig þú getur orðið vinur Jehóva og hvers vegna hann er besti vinur sem þú getur átt.
4. Abraham var vinur Jehóva
Frásaga Biblíunnar af Abraham (einnig kallaður Abram) hjálpar okkur að skilja hvað það þýðir að vera vinur Guðs. Lesið um Abraham í 1. Mósebók 12:1–4. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað bað Jehóva Abraham að gera?
Hverju lofaði Jehóva honum?
Hvernig brást Abraham við fyrirmælum Jehóva?
5. Það sem Jehóva biður vini sína um
Við væntum yfirleitt einhvers af vinum okkar.
Hvernig vilt þú að vinir þínir komi fram við þig?
Lesið 1. Jóhannesarbréf 5:3 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers ætlast Jehóva til af vinum sínum?
Við getum þurft að breyta skapgerð okkar og hegðun til að hlýða Jehóva. Lesið Jesaja 48:17, 18 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna biður Jehóva vini sína um að gera breytingar?
6. Það sem Jehóva gerir fyrir vini sína
Jehóva hjálpar vinum sínum að takast á við erfiðleika. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig hefur Jehóva hjálpað konunni í myndbandinu að takast á við neikvæðar hugsanir og tilfinningar?
Lesið Jesaja 41:10, 13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað lofar Jehóva að gera fyrir alla vini sína?
Heldur þú að Jehóva geti verið góður vinur? Hvers vegna?
7. Við þurfum að eiga samskipti við Jehóva til að geta verið vinir hans
Samskipti styrkja vináttu. Lesið Sálm 86:6, 11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig getum við talað við Jehóva?
Hvernig talar Jehóva við okkur?
SUMIR SEGJA: „Það er ekki hægt að vera náinn Guði.“
Hvaða biblíuvers myndir þú nota til að sýna fram á að við getum verið vinir Jehóva?
SAMANTEKT
Jehóva vill vera vinur þinn og hann hjálpar þér að nálgast sig.
Upprifjun
Hvernig hjálpar Jehóva vinum sínum?
Hvers vegna segir Jehóva vinum sínum að gera breytingar?
Finnst þér Jehóva ætlast til of mikils af vinum sínum? Hvers vegna?
KANNAÐU
Hvaða áhrif getur vinátta við Guð haft á líf þitt?
„Jehóva er Guð sem er þess virði að þekkja“ (Grein úr Varðturninum)
Lestu um hvernig þú getur ræktað vináttusamband við Guð.
„Hvernig get ég orðið vinur Guðs?“ (Spurningar unga fólksins – svör sem duga, 2. bindi, kafli 35)
Kynntu þér hvers vegna konu nokkurri finnst það hafa bjargað lífi sínu að eignast vináttu við Jehóva.
Hlustaðu á unglinga segja hvað þeim finnst um Jehóva.