Bjóðum á mótið
1. Hvenær hefst átakið að bjóða fólki á umdæmismótið?
1 Ef þú værir að undirbúa matarboð fyrir fjölskylduna eða vini og það útheimti bæði mikla fyrirhöfn og útgjöld, fyndist þér eflaust spennandi að bjóða gestunum. Sama má segja um næstkomandi umdæmismót. Mikil vinna hefur líka verið lögð í andlegu veisluna sem þá verður borin fram. Jehóva veitir okkur þá ánægju að byrja að bjóða öðrum að koma á mótið þrem vikum áður en það hefst. Hvað hjálpar okkur að vera áhugsöm þegar við bjóðum fólki á mótið?
2. Hvað getur verið okkur hvatning til að eiga sem mestan þátt í átakinu?
2 Þegar við rifjum upp hvað við höfum sjálf haft mikið gagn af þeirri endurnærandi fræðslu sem Jehóva veitir okkur á mótunum er það okkur hvatning til að eiga sem mestan þátt í átakinu. (Jes. 65:13, 14) Gleymum heldur ekki að árlegt átak okkar skilar árangri. (Sjá rammann „Það skilar árangri“.) Sumir sem við bjóðum koma á mótið, aðrir ekki. En burtséð frá því hversu margir taka boðinu verður viðleitni okkar í þessu átaki til þess að lofa Jehóva og endurspegla örlæti hans. – Sálm. 145:3, 7; Opinb. 22:17.
3. Hvernig verður boðsmiðunum dreift?
3 Öldungaráð hvers safnaðar ætti að ákveða hvernig dreifingu boðsmiða verður háttað, til dæmis hvort eigi að skilja boðsmiða eftir þar sem enginn er heima eða bjóða þá í götustarfi á safnaðarsvæðinu. Um helgar ætti að bjóða blöðin ásamt boðsmiðanum þegar við á. Eftir á veitir það okkur ánægju að hafa gert okkar besta í átakinu og að vita að eins margir og mögulegt var sóttu mótið til að njóta andlegu veislunnar sem Jehóva sá okkur fyrir.