KAFLI 04
Hver er Guð?
Fólk hefur tilbeðið marga guði og gyðjur nánast frá því að mannkynið varð til. En Biblían talar um einn Guð sem „er öllum öðrum guðum meiri“. (2. Kroníkubók 2:5) Hver er hann og hvað gerir hann meiri öllum öðrum guðum sem fólk tilbiður? Í þessum kafla færðu að sjá hvernig Guð kynnir sig fyrir þér.
1. Hvað heitir Guð og hvað sýnir að hann vill að við þekkjum nafn hans?
Guð kynnir sig fyrir okkur í Biblíunni. Hann segir: „Ég er Jehóva, það er nafn mitt.“ (Lestu Jesaja 42:5, 8.) „Jehóva“ er þýðing á hebresku nafni sem er talið merkja „hann lætur verða“. Jehóva vill að við þekkjum hann með nafni. (2. Mósebók 3:15) Hvernig vitum við það? Nafn hans er að finna meira en 7.000 sinnum í Biblíunni.a „Hinn sanni Guð“ á himni og jörð ber nafnið Jehóva. – 5. Mósebók 4:39.
2. Hvað segir Biblían okkur um Jehóva?
Biblían segir að af öllum guðum sem fólk tilbiður sé Jehóva hinn eini sanni Guð. Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Jehóva fer með æðsta vald og hann einn er „Hinn hæsti yfir allri jörðinni“. (Lestu Sálm 83:18.) Hann er „Hinn almáttugi“ sem þýðir að hann hefur mátt til að gera hvað sem hann ákveður. Hann ‚skapaði allt‘ – alheiminn og allt líf á jörðinni. (Opinberunarbókin 4:8, 11) Jehóva er sá eini sem hefur alltaf verið til og verður alltaf til. – Sálmur 90:2.
KAFAÐU DÝPRA
Skoðaðu muninn á þeim mörgu titlum sem Guð ber og einstöku nafni hans. Kynntu þér síðan hvernig hann hefur opinberað þér nafn sitt og hvers vegna.
3. Guð ber marga titla en á aðeins eitt nafn
Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá muninn á titlum og eiginnafni, og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hver er munurinn á titli, eins og „Drottinn“, og á nafni?
Biblían segir að fólk tilbiðji marga guði og drottna. Lesið Sálm 136:1–3 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hver er ‚Guð guðanna‘ og ‚Drottinn drottnanna‘?
4. Jehóva vill að þú þekkir nafn hans og notir það
Hvað sýnir að Jehóva vill að þú þekkir nafn hans? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna heldurðu að Jehóva vilji að fólk þekki nafn hans?
Jehóva vill að fólk noti nafn hans. Lesið Rómverjabréfið 10:13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hve mikilvægt er að nota nafn Guðs, Jehóva?
Hvernig líður þér þegar fólk man hvað þú heitir og notar nafn þitt?
Hvernig heldurðu að Jehóva líði þegar þú notar nafn hans?
5. Jehóva vill að þú eignist náið samband við sig
Kona frá Kambódíu, sem heitir Soten, varð hamingjusamari en nokkru sinni fyrr eftir að hún kynntist nafni Guðs. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvaða áhrif hafði það á Soten að kynnast nafni Guðs?
Maður veit yfirleitt hvað fólk heitir áður en maður verður vinur þess. Lesið Jakobsbréfið 4:8a og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað býður Jehóva þér að gera?
Hvernig getur það gert þig nánari Guði að þekkja nafn hans og nota það?
SUMIR SEGJA: „Það er bara einn Guð svo að það skiptir ekki máli hvað maður kallar hann.“
Trúir þú að Guð heiti Jehóva?
Hvernig myndir þú útskýra að Guð vill að við notum nafn hans?
SAMANTEKT
Hinn eini sanni Guð heitir Jehóva. Hann vill að við þekkjum nafn sitt og notum það svo að við getum átt náið samband við hann.
Upprifjun
Hvað gerir Jehóva ólíkan öllum öðrum guðum sem fólk tilbiður?
Hvers vegna ættum við að nota nafn Guðs?
Hvað sýnir að Jehóva vill að þú eigir náið samband við sig?
KANNAÐU
Skoðaðu fimm ástæður fyrir því að við getum verið viss um að Guð sé til.
Lestu um hvers vegna er rökrétt að trúa því að Guð hafi alltaf verið til.
Kynntu þér hvers vegna við ættum að nota nafn Guðs þó að við vitum ekki hvernig það var borið fram til forna.
Skiptir máli hvað við köllum Guð? Kynntu þér hvernig við vitum að hann ber aðeins eitt eiginnafn.
a Hægt er að fá frekari upplýsingar um hvað nafn Guðs merkir og hvers vegna sumar biblíuþýðingar hafa fjarlægt það í Viðauka A4 í Nýheimsþýðingu Biblíunnar.