-
Hvernig getum við tekið góðar ákvarðanir?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
KAFLI 35
Hvernig getum við tekið góðar ákvarðanir?
Við þurfum öll að taka ákvarðanir. Margar þeirra geta haft mikil áhrif á líf okkar og sambandið við Jehóva. Við þurfum til dæmis að taka ákvörðun um hvar við búum, hvernig við ætlum að sjá fyrir okkur og hvort við ætlum að giftast. Þegar við tökum góðar ákvarðanir getum við verið hamingjusöm og glatt Jehóva.
1. Hvernig geturðu notað Biblíuna til að hjálpa þér að taka góðar ákvarðanir?
Biddu Jehóva um hjálp og lestu í Biblíunni um það hvernig hann lítur á málið áður en þú tekur ákvörðun. (Lestu Orðskviðina 2:3–6.) Í sumum tilfellum gefur Jehóva okkur skýr fyrirmæli. Það besta sem þú getur gert þá er að hlýða þeim fyrirmælum.
En hvað ef það eru engin skýr fyrirmæli í Biblíunni um hvað þú eigir að gera? Jehóva mun samt „vísa þér veginn sem þú átt að ganga“. (Jesaja 48:17) Hvernig? Kannski geturðu fundið meginreglur sem geta leiðbeint þér. Meginreglur Biblíunnar eru grundvallarsannindi sem gefa okkur innsýn í hvernig Guð hugsar og hvað honum finnst. Við komumst oft að því hvernig Guð lítur á ákveðin mál þegar við lesum í Biblíunni. Þegar við komum auga á það getum við tekið ákvarðanir sem gleðja hann.
2. Hvað ættirðu að íhuga áður en þú tekur ákvörðun?
Biblían segir: „Skynsamur maður íhugar hvert skref.“ (Orðskviðirnir 14:15) Það þýðir að við ættum að hugsa um valkostina áður en við tökum ákvörðun. Þegar þú metur hvern valkost fyrir sig skaltu spyrja þig: Hvaða meginreglur Biblíunnar eiga við? Hvaða ákvörðun veitir mér hugarfrið? Hvaða áhrif á ákvörðun mín eftir að hafa á aðra? Og það sem skiptir mestu máli, mun hún gleðja Jehóva? – 5. Mósebók 32:29.
Jehóva á rétt á að segja okkur hvað er rétt og rangt. Þegar við kynnumst lögum hans og meginreglum og erum ákveðin í að fylgja þeim þjálfum við samviskuna. Samviskan segir okkur hvað er rétt og rangt. (Rómverjabréfið 2:14, 15) Og þjálfuð samviska hjálpar okkur að taka góðar ákvarðanir.
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér nánar hvernig meginreglur Biblíunnar og samviskan hjálpa þér að taka ákvarðanir.
3. Notaðu Biblíuna sem leiðarvísi
Hvernig geta meginreglur Biblíunnar leiðbeint okkur þegar við tökum ákvarðanir? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað er frjáls vilji?
Hvers vegna gaf Jehóva okkur frjálsan vilja?
Hvað hefur hann gefið okkur til að hjálpa okkur að nota frjálsa viljann á sem bestan hátt?
Lesið Efesusbréfið 5:15, 16 til að sjá dæmi um meginreglu í Biblíunni. Ræðið síðan hvernig maður getur ‚notað tímann sem best‘ til að …
lesa reglulega í Biblíunni.
verða betri maki, foreldri, sonur eða dóttir.
sækja samkomur.
4. Þjálfaðu samviskuna til að taka góðar ákvarðanir
Það getur virst auðvelt að taka rétta ákvörðun þegar við höfum skýr fyrirmæli í Biblíunni. En hvað ef engin slík fyrirmæli er að finna? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað gerði systirin í myndbandinu til að þjálfa samviskuna og taka ákvörðun sem myndi gleðja Jehóva?
Hvers vegna ættum við ekki að biðja aðra um að taka ákvarðanir fyrir okkur? Lesið Hebreabréfið 5:14 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað eigum við að geta greint sjálf þótt það geti virst auðveldara að biðja aðra að taka ákvarðanir fyrir okkur?
Hvað getur hjálpað þér að þjálfa samviskuna og taka góðar ákvarðanir?
5. Taktu tillit til samvisku annarra
Við tökum öll ólíkar ákvarðanir. Hvernig getum við tekið tillit til samvisku annarra? Tökum tvö dæmi:
Dæmi 1: Systir sem er vön að fylgja ákveðinni tísku flytur í nýjan söfnuð þar sem sú tíska truflar margar systur.
Lesið Rómverjabréfið 15:1 og 1. Korintubréf 10:23, 24 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvaða ákvörðun gæti þessi systir tekið í samræmi við þessi vers? Hvað myndir þú gera ef samviska einhvers bannaði þeim að gera eitthvað sem samviska þín leyfir þér að gera?
Dæmi 2: Bróðir veit að Biblían fordæmir ekki að drekka áfengi í hófi en hann velur að halda sig frá því sjálfur. Hann hittir bræður og systur og sum þeirra neyta áfengis.
Lesið Prédikarann 7:16 og Rómverjabréfið 14:1, 10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvaða ákvörðun gæti bróðirinn tekið í samræmi við þessi vers? Hvað myndir þú gera ef þú sæir einhvern gera eitthvað sem samviska þín bannar þér?
Hvað hjálpar þér að taka góðar ákvarðanir?
1. Biddu Jehóva að hjálpa þér að ákveða hvað þú eigir að gera. – Jakobsbréfið 1:5.
2. Rannsakaðu Biblíuna og biblíutengd rit til að finna meginreglur sem eiga við. Þú getur líka leitað ráða hjá reyndum trúsystkinum.
3. Íhugaðu hvaða áhrif ákvörðunin mun hafa á samvisku þína og annarra.
SUMIR SEGJA: „Maður á rétt á að gera það sem maður vill. Hverjum er ekki sama hvað öðrum finnst?“
Hvers vegna ætti það að skipta okkur máli hvað Guði og öðrum finnst?
SAMANTEKT
Við tökum góðar ákvarðanir þegar að við komumst að því hvað Jehóva finnst um ákveðið mál og hugsum um það hvort ákvörðun okkar muni hjálpa öðrum eða skaða þá.
Upprifjun
Hvernig geturðu tekið ákvarðanir sem gleðja Jehóva?
Hvernig geturðu þjálfað samviskuna?
Hvernig geturðu tekið tillit til samvisku annarra?
KANNAÐU
Hvernig geturðu tekið ákvarðanir sem styrkja samband þitt við Guð?
„Heiðraðu Guð með ákvörðunum þínum“ (Varðturninn 15. apríl 2011)
Dýpkaðu skilning þinn á því hvernig Jehóva gefur okkur ráð.
Sjáðu hvað hjálpaði manni nokkrum að taka erfiða ákvörðun.
Lestu meira um hvernig hægt er að gleðja Jehóva þegar hann hefur ekki gefið ákveðin fyrirmæli um hvað við eigum að gera.
„Þurfum við alltaf fyrirmæli úr Biblíunni?“ (Grein úr Varðturninum)
-
-
Vertu Jehóva trúrVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
Hvað ættum við að gera ef við heyrum neikvætt tal um söfnuð Jehóva? Lesið Orðskviðina 14:15 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Af hverju ættum við ekki að trúa öllu sem við heyrum?
Lesið 2. Jóhannesarbréf 9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig ættum við að bregðast við fráhvarfsmönnum?
Hvernig gætum við orðið fyrir áhrifum af kenningum fráhvarfsmanna þó að við höfum ekki beint samband við þá?
Hvernig heldurðu að Jehóva myndi líða ef við hlustuðum á neikvætt umtal um hann eða söfnuð hans?
4. Vertu Jehóva trúr þegar trúsystkini syndgar
-