Andlegt hugarfar
Eins og fram kom í upphafsgreininni líta margir á Biblíuna sem helgirit. Þeim finnst andlega upplífgandi að lesa í Biblíunni og fara eftir leiðbeiningum hennar og þá skilja þeir líka hver tilgangur lífsins er.
Orðin „andlegt hugarfar“ eru notuð í Biblíunni um ákveðið viðhorf til lífsins. (Júdasarbréfið 18, 19) Ólíkt þeim sem eru holdlega sinnaðir og hugsa aðallega um sjálfa sig meta þeir sem hafa andlegt hugarfar meginreglur Guðs mikils. – Efesusbréfið 5:1.
VON
MEGINREGLA: „Látir þú hugfallast á degi neyðarinnar er máttur þinn lítill.“ – Orðskviðirnir 24:10.
HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR? Kjarkleysi getur dregið úr okkur styrkinn sem við þurfum til að takast á við vandamál okkar. Aftur á móti getur von veitt okkur hugrekki til að halda út. Það getur verið hughreystandi að minna sig á að vandamálin sem við glímum við eru líklega tímabundin og geta jafnvel haft eitthvað gott í för með sér.
ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT: Reyndu að líta framtíðina björtum augum. Í stað þess að hafa áhyggjur af því sem gæti gerst eða bíða eftir fullkomnu aðstæðunum skaltu byrja strax að vinna að markmiðum þínum. Auðvitað getur ýmislegt sett strik í reikninginn. (Prédikarinn 9:11) En í rauninni gengur okkur oft betur en við bjuggumst við. Í Biblíunni er notuð myndlíking um landbúnað. Þar segir: „Sáðu sæði þínu að morgni og láttu hendur þínar ekki hvílast að kvöldi því að þú veist ekki hvort muni heppnast þetta eða hitt eða hvort tveggja verði jafngott.“ – Prédikarinn 11:6.
SVÖR VIÐ STÓRU SPURNINGUNUM Í LÍFINU
MEGINREGLA: „Veit mér skilning ... Orð þitt er satt.“ – Sálmur 119:144, 160.
HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR? Í Biblíunni er að finna svör við spurningum sem nánast allir spyrja sig. Sem dæmi má nefna:
Hvernig varð lífið til?
Hvers vegna erum við til?
Hvað gerist við dauðann?
Er þetta líf allt og sumt?
Að hugleiða svör Biblíunnar við þessum spurningum og fleirum hefur bætt líf milljóna manna.
ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT: Kynntu þér hvað Biblían kennir. Fáðu einhvern af vottum Jehóva til að aðstoða þig við að skilja Biblíuna. Skoðaðu vefsíðuna okkar, jw.org, eða komdu á samkomu hjá okkur. Samkomurnar eru opnar almenningi og aðgangur er ókeypis.
FLEIRI MEGINREGLUR BIBLÍUNNAR
VERTU VAKANDI FYRIR ANDLEGRI ÞÖRF ÞINNI.
„Þeir sem skynja andlega þörf sína eru hamingjusamir.“ – MATTEUS 5:3.
KYNNSTU GUÐI BIBLÍUNNAR BETUR.
,Leitaðu Guðs og finndu hann. Hann er ekki langt frá neinum okkar.‘ – POSTULASAGAN 17:27.
LESTU Í BIBLÍUNNI OG HUGLEIDDU BOÐSKAP HENNAR.
„Sæll er sá sem ... hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt ... Allt, sem hann gerir, lánast honum.“ – SÁLMUR 1:1–3.