-
Hvernig getum við tekið góðar ákvarðanir?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
5. Taktu tillit til samvisku annarra
Við tökum öll ólíkar ákvarðanir. Hvernig getum við tekið tillit til samvisku annarra? Tökum tvö dæmi:
Dæmi 1: Systir sem er vön að fylgja ákveðinni tísku flytur í nýjan söfnuð þar sem sú tíska truflar margar systur.
Lesið Rómverjabréfið 15:1 og 1. Korintubréf 10:23, 24 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvaða ákvörðun gæti þessi systir tekið í samræmi við þessi vers? Hvað myndir þú gera ef samviska einhvers bannaði þeim að gera eitthvað sem samviska þín leyfir þér að gera?
Dæmi 2: Bróðir veit að Biblían fordæmir ekki að drekka áfengi í hófi en hann velur að halda sig frá því sjálfur. Hann hittir bræður og systur og sum þeirra neyta áfengis.
Lesið Prédikarann 7:16 og Rómverjabréfið 14:1, 10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvaða ákvörðun gæti bróðirinn tekið í samræmi við þessi vers? Hvað myndir þú gera ef þú sæir einhvern gera eitthvað sem samviska þín bannar þér?
Hvað hjálpar þér að taka góðar ákvarðanir?
1. Biddu Jehóva að hjálpa þér að ákveða hvað þú eigir að gera. – Jakobsbréfið 1:5.
2. Rannsakaðu Biblíuna og biblíutengd rit til að finna meginreglur sem eiga við. Þú getur líka leitað ráða hjá reyndum trúsystkinum.
3. Íhugaðu hvaða áhrif ákvörðunin mun hafa á samvisku þína og annarra.
-
-
Hvernig getum við glatt Jehóva með tali okkar?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
5. Talaðu jákvætt um aðra
Hvernig getum við forðast það að særa aðra eða segja eitthvað óvingjarnlegt? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna vildi bróðirinn í myndbandinu breyta því hvernig hann talaði um aðra?
Hvernig breytti hann sér?
Lesið Prédikarann 7:16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað ættum við að hafa í huga þegar okkur finnst freistandi að tala illa um einhvern?
Lesið Prédikarann 7:21, 22 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig geta þessi vers hjálpað þér að taka það ekki of nærri þér þegar einhver talar illa um þig?
-