-
Konungi umbunuð trúinSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
28. Hvaða dómgreindarleysi sýnir Hiskía einhvern tíma eftir að hann læknast?
28 Hiskía er ófullkominn þótt trúfastur sé og gerir sig sekan um alvarlegt dómgreindarleysi einhvern tíma eftir að Jehóva læknar hann. Jesaja segir svo frá: „Um þær mundir sendi Meródak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjafir til Hiskía, því að hann hafði frétt, að hann hefði verið sjúkur, en væri nú aftur heill orðinn. Hiskía fagnaði komu þeirra og sýndi þeim féhirslu sína, silfrið og gullið, ilmjurtirnar og hina dýru olíu og allt vopnabúr sitt og allt, sem til var í fjársjóðum hans. Var enginn sá hlutur í höll Hiskía eða nokkurs staðar í ríki hans, að eigi sýndi hann þeim.“ — Jesaja 39:1, 2.b
29. (a) Hvert er hugsanlega tilefnið hjá Hiskía þegar hann sýnir sendimönnum Babýlonar auð sinn? (b) Hvaða afleiðingar hefur dómgreindarleysi konungs?
29 Mörgum þjóðum stendur stuggur af Assýringum þrátt fyrir herfilegan ósigur þeirra fyrir engli Jehóva. Babýlon er engin undantekning. Vera má að Hiskía hafi viljað vekja hrifningu Babelkonungs til að fá hann sem bandamann síðar. En Jehóva vill ekki að Júdamenn leggi lag sitt við óvinina heldur treysti sér! Hann upplýsir Hiskía um það sem í vændum er: „Þeir dagar munu koma, að allt, sem er í höll þinni, og það, sem feður þínir hafa saman dregið allt til þessa dags, mun flutt verða til Babýlon. Ekkert skal eftir verða . . . Og nokkrir af sonum þínum, sem af þér munu koma og þú munt geta, munu teknir verða og gjörðir að hirðsveinum í höll konungsins í Babýlon.“ (Jesaja 39:3-7) Já, þjóðin, sem Hiskía reyndi að ganga í augun á, á eftir að ræna fjársjóðum Jerúsalem og hneppa íbúana í þrælkun. Að sýna Babýloníumönnum fjársjóðinn æsir einungis ágirnd þeirra.
30. Hvaða hugarfar sýnir Hiskía?
30 Það virðist vera þetta atvik, er Hiskía sýnir Babýloníumönnum fjársjóðinn, sem ýjað er að í 2. Kroníkubók 32:26: „Þá lægði Hiskía dramb sitt, bæði hann og Jerúsalembúar, og kom því reiði [Jehóva] eigi yfir þá meðan Hiskía lifði.“
-
-
Konungi umbunuð trúinSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
b Grannþjóðirnar færðu Hiskía gull, silfur og aðra dýrgripi að gjöf eftir ósigur Sanheríbs. Sagt er í 2. Kroníkubók 32:22, 23, 27 að Hiskía hafi búið við „afar mikinn auð og sæmd“ og verið „frægur talinn meðal allra þjóða.“ Vera má að þessar gjafir hafi fyllt féhirslu hans að nýju sem hann hafði tæmt er hann greiddi Assýringum skattgjaldið.
-