KAFLI 05
Biblían hefur að geyma boðskap Guðs til okkar
Jehóva hefur gefið okkur stórkostlega gjöf, Biblíuna. Hún er 66 bækur í einu bindi. En þú veltir kannski fyrir þér: „Hvernig barst Biblían til okkar? Hver er höfundur hennar?“ Skoðum svörin við því.
1. Hvernig getur Guð verið höfundur Biblíunnar fyrst menn skrifuðu hana?
Um 40 ritarar skrifuðu Biblíuna á um 1.600 árum, frá 1513 f.Kr. til um 98 e.Kr. Þó að ritararnir væru með ólíkan bakgrunn er öll Biblían sjálfri sér samkvæm. Hvernig getur það verið? Vegna þess að Guð er höfundur hennar. (Lestu 1. Þessaloníkubréf 2:13.) Ritararnir skráðu ekki sínar eigin hugsanir heldur sögðu þeir „það sem kom frá Guði, knúnir af heilögum anda“.a (2. Pétursbréf 1:21) Guð beitti heilögum anda sínum til að innblása mönnum, eða fá þá til, að skrá það sem hann hugsaði. – 2. Tímóteusarbréf 3:16.
2. Hverjir hafa aðgang að Biblíunni?
Fólk af „hverri þjóð, ættflokki, tungu og kynþætti“ getur notið góðs af fagnaðarboðskapnum í Biblíunni. (Lestu Opinberunarbókina 14:6.) Guð sá til þess að Biblían yrði fáanleg á fleiri tungumálum en nokkur önnur bók sögunnar. Nánast allir hafa aðgang að Biblíunni, hvar sem þeir búa og hvaða tungumál sem þeir tala.
3. Hvernig hefur Jehóva varðveitt Biblíuna?
Biblían var skrifuð á efni sem endast ekki lengi, eins og skinn og papírus. En menn sem elskuðu Biblíuna handskrifuðu af nákvæmni mörg afrit af henni. Þó að sumir valdamiklir menn hafi reynt að útrýma Biblíunni voru aðrir fúsir til að hætta lífi sínu til að vernda hana. Jehóva hefur ekki leyft neinum eða neinu að koma í veg fyrir að hann tali til okkar. Í Biblíunni segir: „Orð Guðs okkar varir að eilífu.“ – Jesaja 40:8.
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér betur hvernig Guð innblés mönnum að skrifa Biblíuna, hvernig hann varðveitti hana og hvernig hann gerði hana mönnum aðgengilega.
4. Biblían segir hver höfundur hennar er
Spilið MYNDBANDIÐ. Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna er Biblían kölluð orð Guðs fyrst menn skrifuðu hana?
Finnst þér skynsamlegt að trúa að Guð hafi getað flutt hugsanir sínar til manna sem skrifuðu Biblíuna?
5. Biblían hefur staðið af sér árásir
Fyrst Biblían er frá Guði gerum við ráð fyrir að hann varðveiti hana. Í gegnum tíðina hafa valdamiklir menn reynt að útrýma Biblíunni. Trúarleiðtogar vildu ekki að fólk læsi hana. En margir hafa hætt lífinu til að vernda Biblíuna þrátt fyrir andstöðu og líflátshótanir. Spilið MYNDBANDIÐ til að kynnast einum slíkum manni og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hefurðu meiri löngun til að lesa Biblíuna núna þegar þú veist hve miklu menn voru fúsir að fórna til að vernda hana? Hvers vegna?
Lesið Sálm 119:97 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað hefur fengið marga til að hætta lífi sínu til að þýða Biblíuna og dreifa henni?
6. Bók fyrir alla
Engin bók hefur verið þýdd á eins mörg tungumál og náð eins mikilli útbreiðslu og Biblían. Lesið Postulasöguna 10:34, 35 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna vill Guð að orð sitt sé útbreitt svo víða og þýtt á svo mörg tungumál?
Hvað höfðar til þín varðandi Biblíuna?
Næstum
100%
jarðarbúa
hafa aðgang að Biblíunni á tungumáli sem þeir skilja.
Fáanleg á meira en
3.000
tungumálum
í heild eða að hluta.
5.000.000.000
Áætlaður fjöldi eintaka.
Langtum fleiri en af nokkurri annarri bók.
SUMIR SEGJA: „Biblían er bara gömul bók sem er skrifuð af mönnum.“
Hver er þín skoðun?
Hvaða rök höfum við fyrir því að Biblían sé orð Guðs?
SAMANTEKT
Biblían er orð Guðs og hann hefur séð til þess að hún sé öllum aðgengileg.
Upprifjun
Hvað er átt við þegar sagt er að Guð hafi innblásið mönnum að skrifa Biblíuna?
Hvað finnst þér áhugavert varðandi varðveislu Biblíunnar, þýðingu hennar og útbreiðslu?
Hvernig líður þér þegar þú hugsar um hve mikið Guð hefur lagt á sig til að eiga samskipti við þig?
KANNAÐU
Lestu um sögu Biblíunnar – frá fornum handritum til nútímaþýðinga.
„Hvernig varðveittist Biblían fram á okkar daga?“ (Vaknið! janúar 2008)
Kynntu þér hvernig Biblían hefur varðveist þrátt fyrir þrjár alvarlegar ógnir.
„Biblían – hvernig hefur hún varðveist?“ (Varðturninn nr. 4 2016)
Sjáðu hvaða áhættu fólk tók til að þýða Biblíuna.
Biblían hefur verið þýdd og afrituð mörgum sinnum. Hvernig getum við verið viss um að boðskapur hennar hafi varðveist óbreyttur?