KAFLI 07
Hvernig Guð er Jehóva?
Hvað sérðu fyrir þér þegar þú hugsar um Jehóva Guð? Er hann mikilfenglegur en langt í burtu frá þér, eins og fjarlæg stjörnuþoka? Eða er hann kraftmikið ópersónulegt afl, eins og þrumuveður? Hvernig er Jehóva í raun og veru? Í Biblíunni segir Jehóva frá eiginleikum sínum og lætur auk þess í ljós áhuga sinn á þér.
1. Hvers vegna getum við ekki séð Guð?
„Guð er andi.“ (Jóhannes 4:24) Jehóva er ekki með efnislegan líkama. Hann er ósýnileg andavera sem býr á himnum.
2. Hvaða eiginleikum býr Jehóva yfir?
Þó að Jehóva sé ósýnilegur er hann raunveruleg persóna með aðlaðandi eiginleika. Í Biblíunni segir: „Jehóva elskar réttlæti og yfirgefur ekki sína trúu.“ (Sálmur 37:28) Hann er einnig „mjög umhyggjusamur og miskunnsamur“, ekki síst gagnvart þeim sem þjást. (Jakobsbréfið 5:11) „Jehóva er nálægur hinum sorgbitnu, hjálpar þeim sem eru niðurbrotnir.“ (Sálmur 34:18) Og vissirðu að það sem við gerum hefur áhrif á Jehóva? Sá sem velur að gera illt veldur Jehóva vonbrigðum og hryggir hann. (Sálmur 78:40, 41) En sá sem gerir það sem er rétt gleður hann. – Lestu Orðskviðina 27:11.
3. Hvernig sýnir Jehóva að hann elskar okkur?
Mest áberandi eiginleiki Jehóva er kærleikur. „Guð er kærleikur.“ (1. Jóhannesarbréf 4:8) Jehóva birtir kærleika sinn ekki aðeins í Biblíunni heldur einnig í því sem hann skapaði. (Lestu Postulasöguna 14:17.) Veltu til dæmis fyrir þér hvernig hann skapaði okkur. Hann hefur gert okkur kleift að sjá fallega liti, heyra ánægjulega tónlist og finna bragð af ljúffengum mat. Hann vill að við njótum lífsins.
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér hvernig Jehóva kemur mörgu stórkostlegu til leiðar. Skoðaðu síðan hvernig Jehóva sýnir okkur aðlaðandi eiginleika sína.
4. Heilagur andi er starfskraftur Guðs
Jehóva notar heilagan anda sinn til að vinna, rétt eins og við notum hendurnar. Í Biblíunni kemur fram að heilagur andi er ekki persóna heldur krafturinn sem Guð notar til að framkvæma. Lesið Lúkas 11:13 og Postulasöguna 2:17 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Guð ‚úthellir‘ heilögum anda sínum yfir þá sem biðja um hann. Hvort heldur þú að heilagur andi sé persóna eða starfskraftur Guðs? Hvers vegna heldurðu það?
Jehóva beitir heilögum anda sínum til að gera margt stórkostlegt. Lesið Sálm 33:6 og 2. Pétursbréf 1:20, 21 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig hefur Jehóva meðal annars notað heilagan anda sinn?
5. Jehóva býr yfir aðlaðandi eiginleikum
Móse var trúfastur þjónn Guðs, en hann vildi kynnast skapara sínum betur. Hann sagði við Guð: „Viltu … leyfa mér að kynnast vegum þínum svo að ég megi þekkja þig.“ (2. Mósebók 33:13) Jehóva svaraði Móse með því að segja honum frá nokkrum eiginleikum sínum. Lesið 2. Mósebók 34:4–6 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvaða eiginleikum sínum sagði Jehóva Móse frá?
Hvaða eiginleiki Jehóva höfðar sérstaklega til þín?
6. Jehóva er annt um fólk
Hebrear, þjóð Guðs til forna, voru þrælar í Egyptalandi. Hvaða áhrif hafði það á Jehóva þegar þeir þjáðust? Spilið HLJÓÐUPPTÖKUNA og fylgist með í Biblíunni, eða lesið 2. Mósebók 3:1–10. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað segir þessi frásaga þér um það hvernig Jehóva lítur á þjáningar manna? – Sjá 7. og 8. vers.
Heldur þú að Jehóva vilji hjálpa mönnum og að hann sé fær um það? Hvers vegna heldurðu það?
7. Sköpunin endurspeglar eiginleika Jehóva
Jehóva opinberar eiginleika sína með sköpunarverkinu. Spilið MYNDBANDIÐ. Lesið Rómverjabréfið 1:20 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvaða eiginleika Jehóva sérð þú í því sem hann hefur skapað?
SUMIR SEGJA: „Guð er ekki persóna, hann er bara kraftur sem er alls staðar.“
Hvað heldur þú?
Hvers vegna?
SAMANTEKT
Jehóva er ósýnileg andavera með marga aðlaðandi eiginleika, en helsti eiginleiki hans er kærleikur.
Upprifjun
Hvers vegna getum við ekki séð Jehóva?
Hvað er heilagur andi?
Nefndu nokkra af eiginleikum Jehóva.
KANNAÐU
Kynnstu Jehóva betur með því að fræðast um fjóra áberandi eiginleika hans.
Kynntu þér rökin fyrir því að Jehóva sé ekki alls staðar.
Lestu um hvers vegna Biblían talar um heilagan anda sem hendur Guðs.
Blindur maður átti erfitt með að trúa því að Guði væri annt um hann. Kynntu þér hvað fékk hann til að skipta um skoðun.
„Núna finnst mér ég geta hjálpað öðrum“ (Grein úr Varðturninum)