FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JESAJA 11-16
„Allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni“
Spádómurinn rættist á Ísraelsþjóðinni til forna
Ísraelsmenn þurftu hvorki að óttast villidýr né menn með dýrslega eiginleika á ferð sinni úr útlegðinni í Babýlon eða í landinu sem þeir snéru aftur til. – Esr 8:21, 22.
Spádómurinn rætist nú á dögum
Þekkingin á Jehóva hefur breytt persónuleika fólks. Fólk sem áður var ofbeldishneigt hefur orðið friðsamt. Andleg paradís breiðist út um allan heim með þekkingunni á Guði.
Spádómurinn rætist í framtíðinni
Jörðinni verður allri breytt í örugga, friðsama paradís í samræmi við upphaflegan tilgang Guðs. Friðinum verður aldrei ógnað hvorki af mönnum né skepnum.
Páll breyttist þegar hann öðlaðist þekkingu á Guði
Sem farísei sýndi hann dýrslega eiginleika. – 1Tím 1:13.
Nákvæm þekking gerbreytti persónuleika hans. – Kól 3:8-10.