-
Jehóva auðmýkir drambláta borgSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
Eyðingarverkfæri Guðs
10. Hverja notar Jehóva til að vinna Babýlon?
10 Hvaða ríki notar Jehóva til að vinna Babýlon? Hann svarar því meira en 200 árum fyrir fram: „Sjá, ég æsi upp Medíumenn gegn þeim. Þeir meta einskis silfrið og þá langar ekki í gullið. Bogar þeirra rota unga menn til dauða. Þeir þyrma ekki lífsafkvæmum, og líta ekki miskunnaraugum til ungbarna. Svo skal fara fyrir Babýlon, þessari prýði konungsríkjanna og drembidjásni Kaldea, sem þá er Guð umturnaði Sódómu og Gómorru.“ (Jesaja 13:17-19) Hin mikla Babýlon skal falla og verkfærið, sem Jehóva notar til þess, eru hersveitir frá fjalllandinu Medíu.a Að síðustu leggst hún algerlega í eyði eins og borgirnar Sódóma og Gómorra sem voru illræmdar fyrir siðleysi. — 1. Mósebók 13:13; 19:13, 24.
-
-
Jehóva auðmýkir drambláta borgSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
a Jesaja nafngreinir aðeins Medíumenn þótt margar þjóðir myndi bandalag gegn Babýlon — Medía, Persía, Elam og fleiri smáþjóðir. (Jeremía 50:9; 51:24, 27, 28) Grannríkin nota nafnið „Medinn“ bæði um Meda og Persa og reyndar er Medía ráðandi á dögum Jesaja. Persía verður ekki ráðandi fyrr en í stjórnartíð Kýrusar.
-