-
Jehóva — uppspretta réttlætis og réttvísiVarðturninn – 1998 | 1. september
-
-
11. (a) Af hverju spurðu farísearnir Jesú um lækningar á hvíldardegi? (b) Hvað leiddi svar Jesú í ljós?
11 Þegar Jesús starfaði í Galíleu vorið 31 kom hann auga á mann með visna hönd í samkunduhúsi einu. Þetta var á hvíldardegi svo að farísearnir spurðu Jesú: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?“ Þeir báru greinilega enga umhyggju fyrir þessum vesalings manni í þjáningum hans heldur voru þeir að leita að átyllu til að fordæma Jesú eins og spurning þeirra bar vott um. Harðúð þeirra hryggði Jesú sem vonlegt var. Hann spurði þá um hæl í sama dúr: ‚Er leyfilegt að gera gott á hvíldardegi?‘ Þeir þögðu og Jesús svaraði þá spurningu sinni með því að spyrja hvort þeir myndu ekki bjarga sauðkind sem félli í gryfju á hvíldardegi.b „Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri!“ Þetta voru óhrekjandi rök. „Það er því leyfilegt [eða rétt] að gjöra góðverk á hvíldardegi,“ bætti hann við. Erfðavenjur manna áttu aldrei að hefta réttlæti Guðs. Jesús læknaði manninn eftir að hann hafði komið því á framfæri. — Matteus 12:9-13; Markús 3:1-5.
-
-
Jehóva — uppspretta réttlætis og réttvísiVarðturninn – 1998 | 1. september
-
-
b Dæmið, sem Jesús tók, var vel valið því að munnleg lög Gyðinga kváðu sérstaklega á um að heimilt væri að hjálpa nauðstaddri skepnu á hvíldardegi. Tekist var á um þetta sama mál nokkrum sinnum, það er að segja hvort leyfilegt væri að lækna á hvíldardegi. — Lúkas 13:10-17; 14:1-6; Jóhannes 9:13-16.
-