KAFLI 18
Hvað einkennir sannkristna menn?
Milljarðar manna segjast vera kristnir. En þeir hafa ekki allir sömu trú og fylgja ekki sömu siðferðisreglum. Hvernig er þá hægt að þekkja sanna kristni?
1. Hvað merkir að vera kristinn?
Kristnir menn eru lærisveinar Jesú Krists, eða fylgjendur hans. (Lestu Postulasöguna 11:26.) Hvernig sanna þeir að þeir séu lærisveinar Jesú? Hann sagði: „Ef þið fylgið orðum mínum staðfastlega eruð þið sannir lærisveinar mínir.“ (Jóhannes 8:31) Það þýðir að sannkristnir menn þurfa að fylgja því sem Jesús kenndi. Jesús byggði kennslu sína á Ritningunum. Og eins byggja sannkristnir menn trú sína á Biblíunni. – Lestu Lúkas 24:27.
2. Hvernig sýna sannkristnir menn kærleika?
Jesús sagði við fylgjendur sína: „Elskið hver annan eins og ég hef elskað ykkur.“ (Jóhannes 15:12) Hvernig sýndi Jesús að hann elskaði lærisveina sína? Hann varði tíma með þeim, hvatti þá og hjálpaði þeim. Hann fórnaði meira að segja lífi sínu fyrir þá. (1. Jóhannesarbréf 3:16) Þeir sem fylgja Jesú í raun og veru gera líka meira en að tala um kærleika. Þeir sýna í orði og verki að þeir elska hver annan.
3. Við hvað eru sannkristnir menn uppteknir?
Jesús fól lærisveinum sínum verkefni. „Hann sendi þá af stað til að boða ríki Guðs.“ (Lúkas 9:2) Frumkristnir menn boðuðu ríkið ekki bara á tilbeiðslustöðum sínum. Þeir boðuðu það opinberlega og hús úr húsi. (Lestu Postulasöguna 5:42; 17:17.) Sannkristnir menn nú á dögum boða einnig sannleika Biblíunnar hvar sem fólk er að finna. Þeir elska náungann og eru því fúsir til að nota tíma sinn og krafta í að segja frá hughreystandi vonarboðskap Biblíunnar. – Markús 12:31.
KAFAÐU DÝPRA
Hugleiddu hvernig þú getur þekkt í sundur sannkristna menn og þá sem fara ekki eftir kennslu Jesú og fordæmi.
4. Þeir leita sannleika Biblíunnar
Það kunna ekki allir sem segjast vera kristnir að meta sannleika Biblíunnar. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig hafa sumar kirkjur sem kalla sig kristnar komið í veg fyrir að fólk læri það sem Jesús kenndi?
Jesús kenndi sannleikann úr orði Guðs. Lesið Jóhannes 18:37 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig sagði Jesús að við gætum borið kennsl á kristna menn sem eru „sannleikans megin“?
5. Þeir boða sannleika Biblíunnar
Áður en Jesús fór til himins gaf hann fylgjendum sínum verkefni sem enn er verið að vinna. Lesið Matteus 28:19, 20 og Postulasöguna 1:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hversu umfangsmikil yrði boðunin?
6. Þeir fara eftir því sem þeir boða
Hvað sannfærði mann sem heitir Tom um að hann hefði fundið sanna kristni? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað varð til þess að Tom gafst upp á trúarbrögðum?
Hvers vegna er hann viss um að hafa fundið sannleikann?
Verk vega þyngra en orð. Lesið Matteus 7:21 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvort skiptir meira máli fyrir Jesú – það sem við segjumst trúa eða það sem við sýnum í verki?
7. Þeir elska hver annan
Hafa kristnir menn í raun og veru hætt lífi sínu fyrir trúsystkini sín? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað fékk Lloyd til að hætta lífi sínu fyrir bróður Jack Johansson?
Finnst þér það sem hann gerði sýna að hann sé sannkristinn?
Lesið Jóhannes 13:34, 35 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig áttu lærisveinar Jesú (sannkristnir menn) að koma fram við fólk af öðrum kynþætti eða þjóðerni?
Hvernig áttu þeir að gera það á stríðstímum?
SUMIR SEGJA: „Kristnir menn hafa gert margt hræðilegt. Hvernig getur trú þeirra verið sönn?“
Hvaða biblíuvers gætirðu bent á sem sýnir hvernig við getum borið kennsl á sannkristna menn?
SAMANTEKT
Sannkristnir menn fara eftir því sem Biblían kennir, sýna fórnfúsan kærleika og boða sannleika Biblíunnar.
Upprifjun
Á hverju byggja sannkristnir menn trú sína?
Hvaða eiginleiki einkennir sannkristna menn?
Hvaða verkefni sinna sannkristnir menn?
KANNAÐU
Fræðstu meira um hóp fólks sem leggur sig fram um að fara eftir kennslu og fordæmi Jesú Krists.
Lestu um hvernig fyrrverandi nunna eignaðist sanna andlega fjölskyldu.
„Þau svöruðu öllum spurningum mínum með hjálp Biblíunnar“ (Grein úr Varðturninum)
Sjáðu hvernig sannkristnir menn sýna trúsystkinum í neyð kærleika.
Að hjálpa trúsystkinum þegar hamfarir verða – útdráttur (3:57)
Kynntu þér hvernig kristnir menn á fyrstu öld og sannkristnir menn nú á dögum passa við lýsingu Jesú á fylgjendum sínum.