-
Að sigrast á mannlegum veikleikumVarðturninn – 2001 | 1. júní
-
-
4. Hvaða viðvörun gaf Páll í 1. Korintubréfi 10:12, 13?
4 Korintuborg var orðlögð fyrir siðspillingu. Í bréfi til kristinna manna þar í borg varaði Páll við freistingum og við afli syndarinnar. Hann sagði: „Sá, er hyggst standa, gæti því vel að sér, að hann falli ekki. Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.“ (1. Korintubréf 10:12, 13) Allir — jafnt ungir sem gamlir, jafnt karlar sem konur — verða fyrir alls konar freistingum í skóla, vinnu og annars staðar. Við skulum því líta nánar á orð Páls og kanna hvað þau þýða fyrir okkur.
-
-
Að sigrast á mannlegum veikleikumVarðturninn – 2001 | 1. júní
-
-
7. Af hverju er hughreystandi til að vita að aðrir hafa staðist freistingar?
7 „Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu,“ sagði Páll. (1. Korintubréf 10:13) Það er mjög hughreystandi. Pétur postuli skrifaði: „Standið gegn [djöflinum], stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum.“ (1. Pétursbréf 5:9) Aðrir hafa lent í áþekkum freistingum og staðist þær með Guðs hjálp og við getum það líka. Við búum í siðspilltum heimi þannig að við megum öll búast við freistingum fyrr eða síðar. Hvernig er hægt að vera viss um að við getum sigrast á mannlegum veikleikum og freistingum?
-