-
Hvers krefst Guð af okkur?Varðturninn – 1997 | 1. mars
-
-
„Boðorð hans eru ekki þung“
4-6. (a) Hver er bókstafleg merking gríska orðsins sem þýtt er „þung“? (b) Hvers vegna getum við sagt að boðorð Guðs séu ekki þung?
4 „Haltu hans boðorð.“ Það er fyrst og fremst það sem Guð ætlast til af okkur. Er það til of mikils mælst? Alls ekki. Jóhannes postuli bendir á mjög uppörvandi atriði í sambandi við boðorð Guðs eða kröfur. Hann skrifaði: „Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung.“ — 1. Jóhannesarbréf 5:3.
5 Gríska orðið, sem þýtt er „þung,“ getur vísað til einhvers sem er erfitt að búa við eða torvelt að uppfylla. Í Matteusi 23:4 er það notað til að lýsa hinum ‚þungu byrðum‘ mannareglna og erfikenninga sem fræðimennirnir og farísearnir lögðu á fólk. Áttarðu þig á hvað hinn aldraði Jóhannes postuli er að segja? Boðorð Guðs eru ekki þung byrði og ekki of erfið til að við getum fylgt þeim. (Samanber 5. Mósebók 30:11.) Þvert á móti finnst okkur ánægjulegt að standast kröfur Guðs ef við elskum hann. Það veitir okkur dýrmætt tækifæri til að sýna kærleika okkar til Jehóva.
-
-
Hvers krefst Guð af okkur?Varðturninn – 1997 | 1. mars
-
-
12. Hvernig geturðu útskýrt að það sé ekki byrði að afla sér þekkingar á Guði og tilgangi hans?
12 Er það byrði að afla sér slíkrar þekkingar á Guði og tilgangi hans? Engan veginn! Geturðu rifjað upp hvernig þér var innanbrjósts þegar þú lærðir í fyrsta sinn að nafn Guðs væri Jehóva, að ríki hans endurskapi paradís á jörðinni, að hann hafi gefið elskaðan son sinn sem lausnargjald fyrir syndir okkar, og ýmis önnur dýrmæt sannindi? Var ekki eins og að vanþekkingarskýla væri dregin frá andliti þínu og þú sæir hlutina skýrt í fyrsta sinn? Að afla sér þekkingar á Guði er ekki byrði. Það er yndi! — Sálmur 1:1-3; 119:97.
-
-
Hvers krefst Guð af okkur?Varðturninn – 1997 | 1. mars
-
-
16. Útskýrðu hvers vegna það er ekki byrði að standast kröfur Guðs um rétta breytni og að viðurkenna sannleika hans.
16 Er það byrði fyrir okkur að standast kröfur Guðs um rétta hegðun og viðurkenna sannleika hans? Ekki ef litið er á kostina — hjónaband þar sem hjónin elska og treysta hvort öðru í stað hjónabands sem upp úr slitnar vegna ótryggðar; heimili þar sem börnin finna að foreldrarnir elska þau og vilja hafa þau í stað fjölskyldna þar sem börnin njóta ekki ástar, eru vanrækt eða óvelkomin; hrein samviska og góð heilsa í stað sektarkenndar og líkama sem er að bila vegna alnæmis eða einhvers annars samræðissjúkdóms. Kröfur Jehóva svipta okkur alls engu sem við þurfum til að njóta lífsins! — 5. Mósebók 10:12, 13.
-
-
Hvers krefst Guð af okkur?Varðturninn – 1997 | 1. mars
-
-
19. Útskýrðu hvaða gagn við höfum af því að virða líf og blóð.
19 Er það byrði fyrir okkur að líta á líf og blóð sem heilagt? Engan veginn! Hugsaðu málið. Er það byrði að vera laus við lungnakrabbamein af völdum reykinga? Er það byrði að forðast líkamlega og andlega ánauð fíkniefna? Er það byrði að fá ekki alnæmi, lifrarbólgu eða einhvern annan sjúkdóm af völdum blóðgjafa? Ljóst er að það er okkur fyrir bestu að forðast skaðlegar venjur og ávana. — Jesaja 48:17.
20. Hvaða gagn hafði fjölskylda nokkur af því að hafa sama viðhorf og Guð til lífsins?
20 Lítum á dæmi. Kvöld eitt fyrir nokkrum árum fékk kona miklar blæðingar og var drifin á spítala, en hún var vottur og var komin um þrjá og hálfan mánuð á leið. Eftir að læknir hafði skoðað hana heyrði hún hann segja við eina hjúkrunarkonuna að þau yrðu að binda enda á meðgönguna. Hún vissi hvaða augum Jehóva lítur á líf barns í móðurkviði, hafnaði fóstureyðingu afdráttarlaust og sagði lækninum: „Látið það vera ef það er lifandi!“ Hún hafði einhverjar blæðingar áfram af og til, en nokkrum mánuðum síðar fæddi hún fyrir tímann heilbrigt sveinbarn sem er núna 17 ára piltur. Hún segir: „Syni okkar var sagt allt þetta og hann sagðist vera mjög ánægður með að sér skyldi ekki hafa verið kastað í ruslafötuna. Hann veit að eina ástæðan fyrir því að hann er á lífi núna er sú að við þjónum Jehóva.“ Það var sannarlega engin byrði fyrir þessa fjölskyldu að líta lífið sömu augum og Guð!
-
-
Hvers krefst Guð af okkur?Varðturninn – 1997 | 1. mars
-
-
23, 24. Hvernig getum við sýnt fram á að það sé ekki byrði að þjóna Jehóva með skipulagi fólks hans?
23 Er það byrði að þjóna Jehóva með skipulagi fólks hans? Nei, þvert á móti eru það dýrmæt sérréttindi að njóta ástar og stuðnings heimsfjölskyldu kristinna bræðra og systra. (1. Pétursbréf 2:17) Ímyndaðu þér að þú bíðir skipbrot og berjist við að halda þér á floti í sjónum. Þegar þér finnst kraftarnir alveg á þrotum ber að björgunarbát og hönd teygir sig til þín. Já, aðrir hafa komist af! Þið skiptist á að róa björgunarbátnum til lands og tínið upp aðra skipbrotsmenn á leiðinni.
-