Fimmtudagur 14. nóvember
Kærleikurinn trúir öllu. – 1. Kor. 13:7.
Þessi staðhæfing merkir ekki að Jehóva ætlist til þess að við treystum öðrum í blindni en hann væntir þess að við treystum þeim vegna þess að þeir hafa sýnt að þeir eru traustsins verðir. Það tekur tíma að byggja upp traust rétt eins og virðingu. Hvernig geturðu byggt upp traust til trúsystkina þinna? Kynnstu þeim vel. Talaðu við þau á safnaðarsamkomum. Taktu þátt í boðuninni með þeim. Vertu þolinmóður við þau og gefðu þeim þannig tækifæri til að sýna að þau eru traustsins verð. Þú talar kannski ekki um hvað sem er við þann sem þú ert að byrja að kynnast. Eftir því sem þið kynnist betur verðurðu kannski afslappaðri og getur sagt hvernig þér líður. (Lúk. 16:10) En hvað geturðu gert ef bróðir eða systir bregst trausti þínu? Ekki vera of fljótur að gefast upp á honum eða henni. Leyfðu tímanum aðeins að líða. Og láttu ekki hegðun fárra koma í veg fyrir að þú treystir öðrum bræðrum og systrum. w22.09 4 gr. 7, 8
Föstudagur 15. nóvember
„Augu Jehóva skima um alla jörðina.“ – 2. Kron. 16:9.
Öldungi sem heitir Miqueas fannst bræður í ábyrgðarstöðum koma illa fram við sig: En hann lagði hart að sér að hugsa skýrt og hafa stjórn á tilfinningum sínum. Hann bað oft til Jehóva um að gefa sér heilagan anda og styrk til að halda út. Hann fann líka efni í ritum okkar sem gat gagnast honum. Hvað lærum við? Reyndu að halda ró þinni og hafa stjórn á neikvæðum hugsunum ef þér finnst trúsystkini hafa komið illa fram við þig. Þú veist kannski ekki hvað varð til þess að trúsystkini þitt talaði eða breytti þannig. Talaðu þess vegna við Jehóva í bæn og biddu hann að hjálpa þér að sjá hlutina frá sjónarhóli trúsystkinis þíns. Reyndu að líta fram hjá því sem gerðist og láttu bróður þinn eða systur njóta vafans. (Orðskv. 19:11) Mundu að Jehóva þekkir aðstæður þínar og gefur þér þann styrk sem þú þarft til að halda út. – Préd. 5:8. w22.11 21 gr. 5
Laugardagur 16. nóvember
Ég forðast þá sem fela sitt sanna eðli. – Sálm. 26:4.
Veldu vini sem elska Jehóva. Val þitt á vinum hefur áhrif á þroska þinn sem þjónn Guðs. (Orðskv. 13:20) Julien, sem er öldungur, segir: „Þegar ég var yngri eignaðist ég vini með því að boða trúna með öðrum. Kappsemi þeirra hjálpaði mér að skilja hvað boðunin gefur mikla gleði … Ég gerði mér líka grein fyrir því að ég hafði farið á mis við góðan félagskap og vináttu með því að velja bara vini á mínum aldri.“ En hvað ef þú áttar þig á því að einhver í söfnuðinum er ekki góður félagsskapur fyrir þig? Páll vissi að sumir í söfnuðinum á fyrstu öld voru ekki andlega sinnaðir. Hann varaði þess vegna Tímóteus við að hafa samband við þá. (2. Tím. 2:20–22) Vinátta okkar við Jehóva er mjög dýrmæt. Við viljum ekki láta neinn veikja samband okkar við himneskan föður okkar sem við höfum lagt svona mikið á okkur til að eignast. w22.08 5–6 gr. 13–15