Fyrsta Mósebók
49 Jakob kallaði á syni sína og sagði: „Safnist saman svo að ég geti sagt ykkur hvernig ykkur mun farnast í framtíðinni. 2 Komið saman og hlustið, synir Jakobs, hlustið á Ísrael föður ykkar.
3 Rúben,+ þú ert frumburður minn,+ styrkur minn og frumgróði karlmennsku minnar, fremstur að virðingu og fremstur að mætti. 4 Þar sem þú ert hömlulaus eins og ólgandi vötnin skaltu ekki vera fremstur. Þú lagðist í rúm föður þíns.+ Þú flekkaðir* rúm mitt. Já, hann lagðist í það!
5 Símeon og Leví eru bræður.+ Vopn þeirra eru ofbeldistól.+ 6 Hafðu ekki félagsskap við þá, sál* mín. Leggðu ekki lag þitt við þá, sæmd mín,* því að þeir drápu menn í reiði sinni+ og skáru á hásinar nautanna sér til skemmtunar. 7 Bölvuð sé reiði þeirra því að hún er grimm og bræði þeirra því að hún er vægðarlaus.+ Ég mun dreifa þeim í Jakobi og tvístra þeim í Ísrael.+
8 Júda,+ bræður þínir munu vegsama þig.+ Hönd þín verður á hnakka óvina þinna.+ Synir föður þíns munu lúta þér.+ 9 Júda er ljónshvolpur.+ Þú stendur upp frá bráðinni, sonur minn. Hann leggst niður og teygir úr sér eins og ljón, og hver þorir að raska ró ljónsins? 10 Veldissprotinn hverfur ekki frá Júda+ né stafurinn frá fótum hans, ekki fyrr en Síló* kemur,+ en honum eiga þjóðirnar að hlýða.+ 11 Hann bindur asna sinn við víntré og ösnufola sinn við eðalvínvið. Hann þvær föt sín í víni og flík sína í vínberjablóði. 12 Augu hans eru djúprauð af víni og tennur hans hvítar af mjólk.
13 Sebúlon+ mun búa við sjávarsíðuna, við ströndina þar sem skipin liggja fyrir akkerum,+ og ystu mörk hans snúa að Sídon.+
14 Íssakar+ er beinasterkur asni sem liggur milli hnakksekkjanna tveggja. 15 Hann sér að hvíldarstaðurinn er góður og landið dásamlegt. Hann beygir herðar sínar undir byrðina og gengst undir þrælavinnu.
16 Dan+ verður dómari þjóðar sinnar sem ein af ættkvíslum Ísraels.+ 17 Dan verður höggormur við veginn, hornslanga við stíginn, sem bítur hestinn í hælinn svo að knapinn dettur aftur fyrir sig.+ 18 Ég bíð eftir að þú bjargir okkur, Jehóva.
19 Ræningjar ráðast á Gað+ en hann rekur þá á flótta.+
20 Asser+ mun veita ríkulega* fæðu og bjóða upp á krásir sem hæfa konungum.+
21 Naftalí+ er léttfætt hind. Hann talar fögur orð.+
22 Jósef+ er grein á frjósömu tré, frjósömu tré við lind, og greinar þess teygja sig yfir múrinn. 23 En bogaskytturnar herjuðu á hann, skutu að honum og hötuðust við hann.+ 24 Samt var bogi hans stöðugur+ og hendur hans sterkar og fimar.+ Það var Jakobs volduga að þakka, hirðinum, steini Ísraels. 25 Hann* er frá Guði föður síns sem mun hjálpa honum. Hann er með Hinum almáttuga sem mun blessa hann með blessun af himni ofan, með blessun djúpsins undir niðri,+ með blessun brjósta og móðurlífs. 26 Blessun föður þíns verður betri en blessun hinna eilífu fjalla, betri en unaður hinna ævarandi hæða.+ Hún mun dvelja yfir höfði Jósefs, yfir hvirfli hans sem er valinn úr hópi bræðra sinna.+
27 Benjamín+ mun rífa í sig bráð eins og úlfur.+ Að morgni étur hann bráðina og að kvöldi skiptir hann herfangi.“+
28 Þetta eru allar 12 ættkvíslir Ísraels og þetta er það sem faðir þeirra sagði við þá þegar hann blessaði þá. Hann blessaði hvern og einn þeirra með þeirri blessun sem honum bar.+
29 Síðan gaf hann þeim þessi fyrirmæli: „Nú safnast ég til fólks míns.*+ Þið skuluð jarða mig hjá feðrum mínum í hellinum á landi Hetítans Efrons,+ 30 í hellinum sem er á Makpelaakri nálægt Mamre í Kanaanslandi, akrinum sem Abraham keypti af Hetítanum Efron til að nota sem legstað. 31 Þar voru Abraham og Sara kona hans jörðuð,+ þar voru Ísak og Rebekka kona hans jörðuð,+ og þar jarðaði ég Leu. 32 Landareignin og hellirinn sem er á henni voru keypt af afkomendum Hets.“+
33 Þegar Jakob hafði gefið sonum sínum þessi fyrirmæli dró hann fæturna upp í rúmið. Síðan gaf hann upp andann og safnaðist til fólks síns.*+