Sakaría
9 Yfirlýsing:
„Orð Jehóva beinist gegn Hadraklandi
– því að augu Jehóva hvíla á mönnunum+
og öllum ættkvíslum Ísraels –
2 og gegn grannlandinu Hamat+
3 Týrus reisti sér virkisgarð.*
Hún hrúgaði upp silfri eins og mold
og gulli eins og for á götum.+
Hún verður brennd til grunna.+
5 Askalon mun sjá það og hræðast,
Gasa fyllist mikilli angist
og Ekron sömuleiðis því að von hennar bregst.
Konungurinn hverfur frá Gasa
og Askalon verður óbyggð.+
7 Ég hrifsa hið blóðuga úr munni hans
og viðbjóðinn undan tönnum hans.
Hann verður eftir og mun tilheyra Guði okkar,
hann verður eins og fursti* í Júda+
og Ekronbúar verða eins og Jebúsítar.+
9 Fagnaðu mjög, Síonardóttir.
Rektu upp siguróp, Jerúsalemdóttir.
Sjáðu! Konungur þinn kemur til þín.+
10 Ég útrými stríðsvögnum úr Efraím
og hestum úr Jerúsalem.
Stríðsbogarnir verða fjarlægðir.
Hann mun boða þjóðunum frið.+
11 Og þú kona, vegna blóðs sáttmála þíns
læt ég fanga þína lausa úr vatnslausri gryfjunni.+
12 Snúið aftur til virkisins, þið fangar sem eigið von.+
Í dag boða ég:
‚Þú kona, ég endurgeld þér tvöfalt.+
13 Ég spenni Júda eins og boga minn.
Ég legg Efraím eins og ör á streng
og vek syni þína, Síon,
gegn sonum þínum, Grikkland,
og geri þig að sverði hermanns.‘
14 Jehóva mun birtast yfir þeim
og ör hans þjóta eins og elding.
Alvaldur Drottinn Jehóva blæs í hornið,+
hann geysist fram með storminum úr suðri.
15 Jehóva hersveitanna ver þá
og þeir standast slöngvusteina óvinanna.+
Þeir drekka og verða háværir eins og af víni,
þeir fyllast eins og fórnarskálin,
eins og horn altarisins.+
16 Jehóva Guð þeirra bjargar þeim á þeim degi
því að þeir eru fólk hans og hjörð.+
Þeir verða eins og gimsteinar á kórónu sem glitra yfir landi hans.+
17 Mikil er gæska hans+
og mikil fegurð hans!
Ungu mennirnir dafna af korni
og meyjarnar af nýju víni.“+