Jeremía
44 Orðið sem kom til Jeremía varðandi alla Gyðingana sem bjuggu í Egyptalandi,+ þá sem bjuggu í Migdól,+ Takpanes,+ Nóf*+ og Patroshéraði:+ 2 „Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Þið hafið séð allar þær hörmungar sem ég leiddi yfir Jerúsalem+ og allar borgirnar í Júda. Í dag eru þær rústir einar og enginn býr þar.+ 3 Það gerðist vegna illskuverkanna sem þeir frömdu til að misbjóða mér. Þeir fóru og færðu öðrum guðum fórnir+ og þjónuðu þeim – guðum sem hvorki þið né forfeður ykkar þekktuð.+ 4 Ég sendi alla þjóna mína, spámennina, hvað eftir annað til ykkar til að segja: „Fremjið ekki þennan viðbjóð sem ég hata.“+ 5 En þeir hlustuðu ekki og gáfu því engan gaum. Þeir sneru ekki baki við illsku sinni og hættu ekki að færa öðrum guðum fórnir.+ 6 Þess vegna úthellti ég heift minni og reiði og hún brann í borgum Júda og á strætum Jerúsalem svo að þær urðu að rústum og auðn eins og þær eru nú í dag.‘+
7 Og nú segir Jehóva, Guð hersveitanna, Guð Ísraels: ‚Hvers vegna kallið þið þessa miklu ógæfu yfir ykkur? Öllum körlum og konum, börnum og ungbörnum verður útrýmt úr Júda. Enginn verður eftir. 8 Hvers vegna viljið þið misbjóða mér með verkum handa ykkar og færa öðrum guðum fórnir í Egyptalandi þar sem þið hafið sest að? Ykkur verður útrýmt og allar þjóðir jarðar munu nefna ykkur í bölbænum sínum og smána ykkur.+ 9 Hafið þið gleymt illskuverkum forfeðra ykkar og illskuverkum Júdakonunga+ og eiginkvenna þeirra+ og illskuverkum sjálfra ykkar og eiginkvenna ykkar+ sem voru framin í Júda og á strætum Jerúsalem? 10 Hingað til hafið þið hvorki auðmýkt ykkur,* óttast mig+ né fylgt lögum mínum og ákvæðum sem ég lagði fyrir ykkur og forfeður ykkar.‘+
11 Þess vegna segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels: ‚Ég ætla að leiða ógæfu yfir ykkur og eyða öllum Júdamönnum. 12 Ég gríp þá sem eftir eru af Júdamönnum, þá sem voru ákveðnir í að fara til Egyptalands til að búa þar, og þeir munu allir farast í Egyptalandi.+ Þeir falla fyrir sverði og farast úr hungri. Jafnt háir sem lágir verða sverði og hungursneyð að bráð. Þeir verða nefndir í bölbænum og fólk mun hrylla við þeim, formæla þeim og smána.+ 13 Ég refsa þeim sem búa í Egyptalandi eins og ég refsaði Jerúsalem, með sverði, hungursneyð og drepsótt.*+ 14 Þeir sem eftir eru af Júdamönnum og hafa sest að í Egyptalandi komast ekki undan né lifa af. Þeir munu ekki snúa aftur til Júda þó að þá langi til að fara heim aftur og búa þar. Aðeins örfáir komast undan og snúa aftur heim.‘“
15 Allir mennirnir sem vissu að konur þeirra færðu öðrum guðum fórnir og allar konurnar sem stóðu þar í stórum hópi og allir sem bjuggu í Patros+ í Egyptalandi+ svöruðu Jeremía: 16 „Við viljum ekki hlusta á það sem þú hefur sagt okkur í nafni Jehóva 17 heldur ætlum við að fylgja því sem við höfum sagt: Við ætlum að láta fórnarreyk stíga upp handa himnadrottningunni* og færa henni drykkjarfórnir+ eins og við, forfeður okkar, konungar og höfðingjar gerðum í borgum Júda og á strætum Jerúsalem. Þá áttum við nóg af brauði og höfðum það gott og við þurftum ekki að þola neinar hörmungar. 18 En eftir að við hættum að láta fórnarreyk stíga upp handa himnadrottningunni* og færa henni drykkjarfórnir hefur okkur skort allt og við höfum fallið fyrir sverði og hungursneyð.“
19 Og konurnar bættu við: „Þegar við létum fórnarreyk stíga upp handa himnadrottningunni* og færðum henni drykkjarfórnir þá var það með samþykki eiginmanna okkar að við bökuðum fórnarkökur sem voru í laginu eins og hún og færðum henni drykkjarfórnir.“
20 Þá sagði Jeremía við allt fólkið, karlana og konur þeirra og alla sem höfðu svarað honum: 21 „Fórnirnar sem þið og forfeður ykkar, konungar ykkar, höfðingjar og íbúar landsins færðuð í borgum Júda og á strætum Jerúsalem+ fóru ekki fram hjá Jehóva. Hann gleymdi þeim ekki. 22 Að lokum gat Jehóva ekki lengur umborið vonda hegðun ykkar og viðbjóðsleg verk. Þess vegna varð land ykkar að rústum, að hryllilegum stað sem fólk nefnir í bölbænum sínum, stað þar sem enginn býr eins og nú er raunin.+ 23 Þar sem þið færðuð þessar fórnir og syndguðuð gegn Jehóva með því að óhlýðnast fyrirmælum Jehóva og fylgja ekki lögum hans, ákvæðum og áminningum kom þessi ógæfa yfir ykkur eins og nú er raunin.“+
24 Jeremía hélt áfram og sagði við allt fólkið og allar konurnar: „Heyrið orð Jehóva, allir Júdamenn sem eruð í Egyptalandi. 25 Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Þið hafið efnt með höndunum það sem þið og konur ykkar hafið lofað með munninum. Þið sögðuð: „Við ætlum að halda heit okkar um að láta fórnarreyk stíga upp handa himnadrottningunni* og færa henni drykkjarfórnir.“+ Þið konur ætlið greinilega að halda heit ykkar og efna þau.‘
26 Heyrið því orð Jehóva, allir Júdamenn sem búið í Egyptalandi: ‚„Ég sver við mitt mikla nafn,“ segir Jehóva, „að aldrei framar mun nokkur Júdamaður í öllu Egyptalandi nefna nafn mitt í eiðum sínum+ og segja: ‚Svo sannarlega sem alvaldur Drottinn Jehóva lifir!‘+ 27 Ég vaki yfir þeim til að færa þeim ógæfu en ekki blessun.+ Allir Júdamenn í Egyptalandi munu falla fyrir sverði og hungursneyð þar til enginn er eftir.+ 28 Aðeins örfáir munu komast undan sverðinu og snúa aftur frá Egyptalandi heim til Júda.+ Allir sem eftir eru af Júdamönnum og komu til Egyptalands til að búa þar komast þá að raun um hvort það er mitt orð eða þeirra sem hefur ræst.“‘“
29 „‚Þetta skal vera ykkur tákn,‘ segir Jehóva, ‚um að ég mun refsa ykkur á þessum stað svo að þið komist að raun um að hörmungarnar sem ég hef boðað ykkur verða að veruleika. 30 Jehóva segir: „Ég gef Hofra faraó Egyptalandskonung í hendur óvina hans og þeirra sem vilja drepa hann, rétt eins og ég gaf Sedekía Júdakonung í hendur Nebúkadnesars* Babýlonarkonungs sem var óvinur hans og vildi drepa hann.“‘“+