Jeremía
43 Þegar Jeremía var búinn að segja fólkinu allt sem Jehóva Guð þeirra sagði, hvert einasta orð sem Jehóva Guð þeirra hafði falið honum að flytja þeim, 2 sögðu Asarja Hósajason, Jóhanan+ Kareason og allir hrokagikkirnir við Jeremía: „Þú lýgur! Jehóva Guð okkar hefur ekki sent þig til að segja: ‚Farið ekki til Egyptalands til að búa þar,‘ 3 heldur hefur Barúk+ Neríason eggjað þig upp á móti okkur svo að við föllum í hendur Kaldea og verðum drepin eða flutt í útlegð til Babýlonar.“+
4 Jóhanan Kareason, allir herforingjarnir og allt fólkið óhlýðnaðist fyrirmælum Jehóva um að vera um kyrrt í Júda. 5 Jóhanan Kareason og allir herforingjarnir tóku með sér þá sem eftir voru af Júdamönnum og höfðu snúið aftur til Júda frá öllum þeim þjóðum sem þeir höfðu dreifst um.+ 6 Þeir tóku með sér karla, konur og börn, dætur konungs og alla þá sem Nebúsaradan+ varðforingi hafði skilið eftir hjá Gedalja,+ syni Ahíkams+ Safanssonar,+ og þeirra á meðal voru Jeremía spámaður og Barúk Neríason. 7 Þeir fóru til Egyptalands því að þeir óhlýðnuðust fyrirmælum Jehóva og þeir komu til Takpanes.+
8 Nú kom orð Jehóva til Jeremía í Takpanes: 9 „Taktu stóra steina og feldu þá í steinlíminu í múrsteinsstéttinni við innganginn að húsi faraós í Takpanes. Gerðu þetta í viðurvist Gyðinganna. 10 Segðu síðan við þá: ‚Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: „Ég sendi eftir Nebúkadnesari* Babýlonarkonungi, þjóni mínum,+ og set hásæti hans yfir þessa steina sem ég hef falið og hann mun breiða konunglegt tjald sitt yfir þá.+ 11 Hann kemur og ræðst á Egyptaland.+ Sá sem er ætlaður drepsótt ferst úr drepsótt, sá sem er ætlaður útlegð fer í útlegð og sá sem er ætlaður sverði fellur fyrir sverði.+ 12 Ég kveiki í musterum* guða Egyptalands+ og hann mun brenna þau og flytja guðina burt eins og fanga. Hann vefur um sig Egyptalandi eins og hirðir vefur um sig skikkju sinni, og fer þaðan í friði.* 13 Hann mölbrýtur súlurnar* í Bet Semes* í Egyptalandi og brennir musteri* guða Egyptalands til grunna.“‘“