Jesaja
Hann gerði mig að oddhvassri ör
og leyndi mér í örvamæli sínum.
4 En ég sagði: „Ég hef stritað til einskis.
Ég hef sóað kröftum mínum og engu komið til leiðar.
5 Og nú hefur Jehóva, sem myndaði mig í móðurlífi til að vera þjónn sinn,
sagt að ég eigi að snúa Jakobi aftur til sín
svo að Ísrael safnist saman hjá honum.+
Ég verð upphafinn í augum Jehóva
og Guð minn verður styrkur minn.
6 Hann sagði: „Þú ert ekki bara þjónn minn
sem á að endurreisa ættkvíslir Jakobs
og snúa aftur þeim sem eftir eru af Ísrael.
7 Þetta segir Jehóva, endurlausnari Ísraels, hans heilagi,+ við hinn fyrirlitna+ sem þjóðin hefur andstyggð á, við þjón valdhafanna:
„Konungar sjá það og standa upp
og höfðingjar falla fram
vegna Jehóva sem er trúfastur,+
vegna Hins heilaga Ísraels sem hefur valið þig.“+
8 Jehóva segir:
Ég verndaði þig og gerði þig að sáttmála fyrir fólkið+
til að endurreisa landið
og færa mönnum aftur yfirgefin erfðalönd sín,+
og við þá sem eru í myrkri:+ ‚Gangið fram!‘
Þeir verða á beit við vegina
og beitilönd þeirra verða meðfram öllum troðnum slóðum.*
10 Þá mun hvorki hungra né þyrsta+
og steikjandi hitinn og brennheit sólin skaðar þá ekki+
því að sá sem miskunnar þeim vísar þeim veginn+
og leiðir þá að vatnslindum.+
11 Ég geri öll fjöll mín að vegi
og þjóðvegir mínir verða upphækkaðir.+
13 Hrópið af gleði, þið himnar, og fagnaðu, jörð.+
Fjöllin reki upp fagnaðaróp+
því að Jehóva hefur hughreyst fólk sitt,+
hann finnur til með sínum þjáðu.+
14 En Síon sagði:
„Jehóva hefur yfirgefið mig,+ Jehóva hefur gleymt mér.“+
15 Getur kona gleymt brjóstabarni sínu
eða látið sér standa á sama um soninn sem hún fæddi?
Þó að hún gæti gleymt þá gleymi ég þér aldrei.+
16 Ég hef rist nafn þitt í lófa mína.
Múrar þínir eru alltaf fyrir augum mér.
17 Synir þínir flýta sér til baka.
Þeir sem rifu þig niður og eyddu þér fara burt.
18 Líttu upp og horfðu í kringum þig.
Þeir safnast allir saman,+
þeir koma til þín.
„Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir Jehóva,
„skaltu bera þá alla eins og skartgripi
og skreyta þig með þeim eins og brúður.
20 Synirnir sem þú eignaðist eftir barnamissinn segja:
‚Hér er of þröngt fyrir mig.
Rýmkaðu til fyrir mér.‘+
21 Þú segir við sjálfa þig:
‚Hver er faðir þessara barna sem mér eru gefin?
Ég missti börnin og er ófrjó,
var tekin til fanga og flutt í útlegð.
Hver ól þau upp?+
Ég var ein og yfirgefin.+
Hvaðan koma þau?‘“+
22 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Ég lyfti upp hendi minni svo að þjóðirnar sjái það
og reisi merkisstöng handa þjóðflokkunum.+
Þær koma með syni þína í fanginu
og bera dætur þínar á öxlunum.+
Þú munt komast að raun um að ég er Jehóva.
Þeir sem vona á mig verða sér ekki til skammar.“+
24 Verða fangar teknir af hraustmenninu
eða föngum harðstjórans bjargað?
25 Já, því að Jehóva segir:
Ég berst gegn þeim sem berjast gegn þér+
og bjarga sonum þínum.
26 Ég læt þá sem misþyrma þér borða sitt eigið hold
og þeir verða drukknir af eigin blóði eins og af sætu víni.