Önnur Mósebók
20 Síðan gaf Guð öll þessi fyrirmæli:+
2 „Ég er Jehóva Guð þinn sem leiddi þig út úr Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.+ 3 Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.*+
4 Þú skalt ekki gera þér úthöggvið líkneski eða eftirmynd* af nokkru sem er uppi á himnum, niðri á jörðinni eða í vötnunum.+ 5 Þú skalt ekki falla fram fyrir þeim né láta tælast til að þjóna þeim+ því að ég, Jehóva Guð þinn, er Guð sem krefst óskiptrar hollustu.+ Ég læt refsinguna fyrir syndir feðra koma niður á börnunum í þriðja og fjórða ættlið þeirra sem hata mig 6 en sýni afkomendum þeirra sem elska mig og halda boðorð mín+ tryggan kærleika í þúsund kynslóðir.
7 Þú skalt ekki nota nafn Jehóva Guðs þíns á óviðeigandi hátt+ því að Jehóva lætur þeim ekki órefsað sem notar nafn hans á óviðeigandi hátt.+
8 Mundu eftir hvíldardeginum og haltu hann heilagan.+ 9 Þú átt að vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum+ 10 en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Jehóva Guði þínum. Þá máttu ekkert vinna, hvorki þú né sonur þinn eða dóttir, þræll þinn né ambátt eða skepnur þínar eða útlendingurinn sem býr í borgum þínum*+ 11 því að Jehóva gerði himin og jörð, hafið og allt sem þar er á sex dögum en sjöunda daginn hvíldist hann.+ Þess vegna blessaði Jehóva hvíldardaginn og helgaði hann.
12 Sýndu föður þínum og móður virðingu+ svo að þú lifir lengi í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér.+
13 Þú skalt ekki myrða.+
14 Þú skalt ekki fremja hjúskaparbrot.+
15 Þú skalt ekki stela.+
16 Þú skalt ekki bera ljúgvitni þegar þú vitnar gegn náunga þínum.+
17 Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns,+ þræl hans eða ambátt, naut hans eða asna né nokkuð sem náungi þinn á.“+
18 Allt fólkið varð vitni að þrumunum og eldingunum, hornablæstrinum og reyknum á fjallinu. Það skalf af ótta og hélt sig langt frá.+ 19 Fólkið sagði við Móse: „Þú skalt tala við okkur og við skulum hlusta en láttu ekki Guð tala við okkur því að þá deyjum við.“+ 20 Móse sagði þá við fólkið: „Verið ekki hrædd því að hinn sanni Guð er kominn til að reyna ykkur+ svo að þið haldið áfram að óttast hann og syndgið ekki.“+ 21 Fólkið stóð kyrrt langt frá en Móse gekk að dimmu skýinu þar sem hinn sanni Guð var.+
22 Jehóva sagði við Móse: „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þið hafið sjálf séð að ég talaði við ykkur af himni.+ 23 Þið skuluð ekki gera ykkur guði úr silfri eða gulli því að þið megið ekki hafa aðra guði en mig.+ 24 Þú átt að gera mér altari úr mold og færa þar brennifórnir þínar, samneytisfórnir,* sauðfé og nautgripi. Ég kem til þín og blessa þig alls staðar þar sem ég læt nefna nafn mitt.+ 25 Ef þú gerir mér altari úr steini skaltu ekki nota tilhöggna steina+ því að ef þú vinnur þá með meitli vanhelgarðu það. 26 Gerðu ekki tröppur upp að altari mínu til að þú berir ekki nekt þína* yfir því.‘