Esrabók
5 Spámennirnir Haggaí+ og Sakaría+ sonarsonur Iddós+ spáðu nú meðal Gyðinganna í Júda og Jerúsalem í nafni Guðs Ísraels sem var yfir þeim. 2 Þeir Serúbabel+ Sealtíelsson og Jesúa+ Jósadaksson hófust þá aftur handa við að endurreisa hús Guðs+ í Jerúsalem og spámenn Guðs voru með þeim og studdu þá.+ 3 Um þær mundir komu Tatnaí, landstjóri handan Fljótsins,* Setar Bosnaí og félagar þeirra til þeirra og spurðu þá: „Hver skipaði ykkur að byggja þetta hús og reisa þessa bjálka?“ 4 Síðan spurðu þeir: „Hvað heita mennirnir sem vinna að þessari byggingu?“ 5 En Guð vakti yfir* öldungum Gyðinga+ svo að þeir gátu haldið áfram að vinna þangað til Daríusi hafði verið send skýrsla um málið og skriflegt svar borist til baka.
6 Hér er afrit af bréfinu sem Tatnaí, landstjóri handan Fljótsins, og Setar Bosnaí og félagar hans, aðstoðarlandstjórarnir handan Fljótsins, sendu Daríusi konungi. 7 Þeir sendu honum skýrslu sem í stóð:
„Til Daríusar konungs:
Heillaóskir! 8 Við viljum upplýsa konung um að við fórum til skattlandsins Júda, til húss hins mikla Guðs. Verið er að byggja það úr stórum steinum sem velt er á sinn stað og bjálkar eru settir í veggina. Fólkið vinnur af miklum krafti og verkinu miðar því vel áfram. 9 Við spurðum öldunga þeirra: ‚Hver skipaði ykkur að byggja þetta hús og reisa þessa bjálka?‘+ 10 Við spurðum einnig hvað þeir hétu og tókum niður nöfn þeirra til að geta látið þig vita hverjir fara með forystuna.
11 Þeir svöruðu okkur á þessa leið: ‚Við erum þjónar Guðs himins og jarðar og erum að endurreisa húsið sem mikill konungur í Ísrael reisti og fullgerði fyrir mörgum árum.+ 12 En feður okkar reittu Guð himinsins til reiði.+ Þess vegna seldi hann þá í hendur Kaldeanum Nebúkadnesari,+ konungi í Babýlon, sem reif þetta hús niður+ og flutti fólkið í útlegð til Babýlonar.+ 13 En á fyrsta stjórnarári sínu gaf Kýrus Babýlonarkonungur út tilskipun um að endurreisa þetta hús Guðs.+ 14 Hann lét auk þess sækja í musterið í Babýlon gull- og silfurílátin sem Nebúkadnesar hafði tekið úr húsi Guðs, musterinu í Jerúsalem, og flutt í musterið í Babýlon.+ Kýrus lét afhenda þau manni að nafni Sesbasar*+ sem hann gerði að landstjóra.+ 15 Kýrus sagði við hann: „Taktu þessi ílát og farðu með þau í musterið í Jerúsalem. Hús Guðs skal verða endurreist á sínum fyrri stað.“+ 16 Síðan kom Sesbasar þessi og lagði grunninn að húsi Guðs+ í Jerúsalem. Þaðan í frá hefur verið unnið að byggingunni en henni er enn ekki lokið.‘+
17 Ef konungi þóknast skal láta leita í hinni konunglegu fjárhirslu í Babýlon til að kanna hvort Kýrus konungur hafi gefið út tilskipun um að endurreisa þetta hús Guðs í Jerúsalem.+ Konungur upplýsi okkur síðan um ákvörðun sína í þessu máli.“