Orðskviðirnir
31 Orð Lemúels konungs, mikilvægur boðskapur sem móðir hans gaf honum til leiðsagnar:+
4 Það hæfir ekki konungum, Lemúel,
það hæfir ekki konungum að drekka vín
né valdhöfum að segja: „Gefið mér drykk!“+
5 Ef þeir drykkju gætu þeir gleymt lögunum
og brotið á rétti hinna bágstöddu.
7 Þeir skulu drekka og gleyma fátækt sinni,
þeir skulu ekki minnast rauna sinna lengur.
8 Talaðu máli hins mállausa,
verðu rétt allra sem eru að dauða komnir.+
א [alef]
Hún er miklu dýrmætari en kóralar.*
ב [bet]
11 Maðurinn hennar treystir henni af öllu hjarta
og hefur allt sem hann þarf.
ג [gimel]
12 Hún gerir honum gott og ekkert illt
alla sína ævi.
ד [dalet]
13 Hún verður sér úti um ull og hör,
og nýtur þess að vinna með höndunum.+
ה [he]
14 Hún er eins og kaupskipin,+
sækir matföngin langar leiðir.
ו [vá]
15 Hún fer á fætur meðan enn er dimmt,
tekur til matinn handa fjölskyldunni
og skammtar þernum sínum.+
ז [zajin]
16 Hún fær augastað á akri og kaupir hann,
plantar víngarð fyrir það sem hún hefur sjálf þénað.*
ח [het]
ט [tet]
18 Hún sér að viðskipti hennar skila miklum ágóða,
á lampa hennar slokknar ekki á næturnar.
י [jód]
כ [kaf]
20 Hún réttir bágstöddum hjálparhönd
og er örlát við fátæka.+
ל [lamed]
21 Hún hefur engar áhyggjur af fjölskyldu sinni þótt það snjói
því að allir á heimilinu eru klæddir hlýjum* fötum.
מ [mem]
22 Hún býr til sín eigin rúmteppi,
föt hennar eru úr líni og purpuralitri ull.
נ [nún]
ס [samek]
24 Hún býr til föt* úr líni og selur þau
og sér kaupmönnum fyrir beltum.
ע [ajin]
25 Hún er klædd styrkleika og heiðri
og horfir óttalaus til framtíðar.*
פ [pe]
צ [tsade]
27 Hún vakir yfir því sem fer fram á heimili hennar
og borðar ekki letinnar brauð.+
ק [qóf]
28 Börnin hennar standa upp og dásama hana,
maðurinn hennar stendur upp og hrósar henni.
ר [res]
29 Margar góðar* konur eru til
en þú – þú berð af þeim öllum.
ש [shin]
ת [tá]