Daníel
10 Á þriðja stjórnarári Kýrusar+ Persakonungs fékk Daníel, sem var kallaður Beltsasar,+ opinberun. Boðskapurinn var sannur og varðaði mikil átök. Hann skildi boðskapinn og fékk skýringu á því sem hann sá.
2 Á þeim tíma hafði ég, Daníel, syrgt+ í þrjár heilar vikur. 3 Ég borðaði engan gómsætan mat og bragðaði hvorki kjöt né vín. Ég bar ekki á mig olíu í þrjár vikur. 4 Á 24. degi fyrsta mánaðarins var ég staddur á bakka Tígris,*+ fljótsins mikla. 5 Ég leit upp og sá mann í línklæðum.+ Um mittið var hann með belti úr gulli frá Úfas. 6 Líkami hans var eins og krýsólít,+ andlitið ljómaði eins og elding, augun voru eins og logandi blys, handleggir hans og fætur líktust fægðum kopar+ og röddin hljómaði eins og mikill mannfjöldi. 7 Ég, Daníel, var sá eini sem sá sýnina. Mennirnir sem voru með mér sáu hana ekki+ en samt greip þá mikil hræðsla og þeir hlupu í felur.
8 Nú var ég einn eftir og sá þessa miklu sýn. Ég var máttvana og veiklulegur og kraftar mínir voru á þrotum.+ 9 Þá heyrði ég hljóminn af rödd hans. En þegar ég heyrði hann tala steinsofnaði ég og hné niður á grúfu.+ 10 Ég fann að hönd snerti mig.+ Hún stjakaði við mér og hjálpaði mér upp á fjóra fætur. 11 Síðan sagði hann við mig:
„Daníel, þú sem ert mikils metinn,*+ taktu vel eftir því sem ég segi þér. Stattu nú upp því að ég var sendur til þín.“
Þegar hann sagði þetta stóð ég skjálfandi á fætur.
12 Því næst sagði hann við mig: „Vertu ekki hræddur,+ Daníel. Guð hefur heyrt bæn þína frá fyrsta degi sem þú ákvaðst í hjarta þínu að leita skilnings og auðmýkja þig frammi fyrir Guði þínum, og ég er kominn vegna bænar þinnar.+ 13 En höfðingi+ Persaveldis veitti mér mótstöðu í 21 dag. Mikael,*+ einn af fremstu* höfðingjunum, kom mér þá til hjálpar, og ég varð eftir þar hjá konungum Persíu. 14 Ég er kominn til að útskýra fyrir þér hvað mun koma fyrir þjóð þína á síðustu dögum+ því að sýnin varðar ókomna daga.“+
15 Þegar hann sagði þetta við mig leit ég til jarðar og kom ekki upp orði. 16 Einhver sem líktist manni snerti þá varir mínar+ og ég opnaði munninn og sagði við þann sem stóð fyrir framan mig: „Herra minn, ég skelf vegna sýnarinnar og kraftur minn er á þrotum.+ 17 Hvernig ætti ég, þjónn þinn, að geta talað við þig, herra minn?+ Ég er örmagna og enginn lífsandi er eftir í mér.“+
18 Sá sem líktist manni snerti mig þá aftur og styrkti mig.+ 19 Hann sagði: „Vertu ekki hræddur,+ þú sem ert mikils metinn.*+ Friður sé með þér.+ Vertu sterkur, vertu sterkur.“ Þegar hann talaði við mig styrktist ég og sagði: „Talaðu, herra, því að þú hefur gefið mér styrk.“
20 Þá sagði hann: „Veistu af hverju ég er kominn til þín? Nú fer ég aftur til að berjast við höfðingja Persíu.+ Þegar ég fer kemur höfðingi Grikklands. 21 En fyrst ætla ég að segja þér hvað er skrifað í bók sannleikans. Enginn liðsinnir mér við þetta nema Mikael+ höfðingi þinn.+