Markús segir frá
13 Þegar hann var á leið út úr musterinu sagði einn af lærisveinunum við hann: „Kennari, sjáðu! Hvílíkir steinar og hvílíkar byggingar!“+ 2 En Jesús sagði við hann: „Sérðu þessar miklu byggingar? Hér mun ekki standa steinn yfir steini heldur verður allt rifið niður.“+
3 Þegar hann sat á Olíufjallinu með musterið í augsýn og Pétur, Jakob, Jóhannes og Andrés voru einir með honum spurðu þeir hann: 4 „Segðu okkur, hvenær gerist þetta og hvert verður táknið um að allt þetta sé að líða undir lok?“+ 5 Jesús sagði þeim þá: „Gætið þess að láta engan blekkja ykkur.+ 6 Margir munu koma í mínu nafni og segja: ‚Ég er hann,‘ og blekkja marga. 7 Og þegar þið fréttið af stríðsátökum í grennd og í fjarska skuluð þið ekki skelfast. Þetta þarf að gerast en endirinn er samt ekki kominn.+
8 Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki.+ Það verða jarðskjálftar á einum stað eftir annan og einnig hungursneyðir.+ Þetta er upphaf fæðingarhríðanna.*+
9 En þið skuluð gæta ykkar. Menn munu draga ykkur fyrir dómstóla,+ ykkur verður misþyrmt í samkunduhúsum+ og þið verðið leiddir fyrir landstjóra og konunga vegna mín til að bera vitni fyrir þeim.+ 10 Auk þess þarf fyrst að boða öllum þjóðum fagnaðarboðskapinn.+ 11 Þegar þeir taka ykkur og draga fyrir rétt hafið þá ekki áhyggjur af því hvað þið eigið að segja. Segið það sem ykkur verður gefið á þeirri stundu því að það eruð ekki þið sem talið heldur heilagur andi.+ 12 Bróðir mun framselja bróður til dauða og faðir barn sitt, og börn rísa gegn foreldrum sínum og fá þá líflátna.+ 13 Allir munu hata ykkur vegna nafns míns.+ En sá sem er þolgóður allt til enda+ mun bjargast.+
14 En þegar þið sjáið viðurstyggðina sem veldur eyðingu+ standa þar sem hún á ekki að vera (sá sem les þetta sýni dómgreind) þá flýi þeir sem eru í Júdeu til fjalla.+ 15 Sá sem er uppi á þaki fari ekki niður og inn í hús sitt til að sækja neitt 16 og sá sem er úti á akri snúi ekki aftur til að ná í yfirhöfn sína. 17 Þetta verða skelfilegir dagar fyrir barnshafandi konur og þær sem eru með barn á brjósti.+ 18 Biðjið að þetta gerist ekki að vetri til 19 því að þetta verða slíkir þrengingardagar+ að annað eins hefur ekki gerst frá upphafi sköpunar Guðs allt til þessa og gerist aldrei framar.+ 20 Ef Jehóva* hefði ekki stytt þessa daga myndi enginn bjargast. En hann hefur stytt þá vegna þeirra sem hann hefur útvalið.+
21 Og ef einhver segir við ykkur: ‚Sjáið! Hér er Kristur,‘ eða: ‚Sjáið! Þarna er hann,‘ þá skuluð þið ekki trúa því.+ 22 Falskristar og falsspámenn munu koma fram+ og gera tákn og undur til að leiða hina útvöldu afvega ef hægt er. 23 Gætið ykkar+ því. Ég hef sagt ykkur allt fyrir fram.
24 En á þessum dögum, eftir þessa þrengingu, mun sólin myrkvast og tunglið hætta að skína,+ 25 stjörnurnar falla af himni og kraftarnir á himnum nötra. 26 Þá mun fólk sjá Mannssoninn+ koma í skýjum með miklum mætti og dýrð.+ 27 Hann sendir út englana og safnar saman sínum útvöldu úr áttunum* fjórum, frá endimörkum jarðar til endimarka himins.+
28 Lærið af þessari líkingu um fíkjutréð: Um leið og ungu greinarnar mýkjast og laufið springur út vitið þið að sumar er í nánd.+ 29 Eins skuluð þið vita þegar þið sjáið þetta gerast að hann er í nánd, við dyrnar.+ 30 Trúið mér, þessi kynslóð líður alls ekki undir lok fyrr en allt þetta gerist.+ 31 Himinn og jörð líða undir lok+ en orð mín líða alls ekki undir lok.+
32 Enginn veit þann dag eða stund, hvorki englarnir á himnum né sonurinn heldur aðeins faðirinn.+ 33 Hafið augun opin, verið vakandi,+ því að þið vitið ekki hvenær tíminn er kominn.+ 34 Það er eins og þegar maður fer úr landi. Hann yfirgefur hús sitt og felur þjónum sínum umsjón yfir því,+ gefur hverjum sitt verkefni og segir dyraverðinum að halda vörð.+ 35 Haldið því vöku ykkar þar sem þið vitið ekki hvenær húsbóndinn kemur,+ hvort það verður að kvöldi til, um miðnætti, fyrir dögun* eða snemma morguns.+ 36 Hann má ekki finna ykkur sofandi+ þegar hann kemur allt í einu. 37 En það sem ég segi ykkur segi ég öllum: Haldið vöku ykkar.“+