Jóel
3 „Á þeim dögum og á þeim tíma,
þegar ég flyt útlagana frá Júda og Jerúsalem aftur heim,+
2 safna ég saman öllum þjóðum
og leiði þær niður í Jósafatsdal.*
Þar dreg ég þær fyrir dóm+
vegna fólks míns og arfleifðar minnar, Ísraels,
því að þær tvístruðu henni meðal þjóðanna
og skiptu landi mínu á milli sín.+
3 Þær vörpuðu hlutkesti um fólk mitt,+
létu dreng í skiptum fyrir vændiskonu
og seldu stúlku fyrir vín að drekka.
4 Og hvað hafið þið á móti mér,
Týrus og Sídon og öll héruð Filisteu?
Eruð þið að hefna einhvers sem ég hef gert?
Ef þið eruð að hefna ykkar
læt ég það koma ykkur í koll, skjótt og skyndilega.+
5 Þið tókuð silfur mitt og gull+
og fluttuð bestu gersemar mínar í musteri ykkar.
8 Ég sel syni ykkar og dætur í hendur Júdamanna+
og þeir selja þau Sabamönnum, þjóð sem býr langt í burtu,
því að Jehóva hefur talað.
9 Boðið þetta meðal þjóðanna:+
‚Búið ykkur undir* stríð! Kallið út kappana!
Allir hermenn gangi fram og ráðist til atlögu!+
10 Smíðið sverð úr plógjárnum ykkar og spjót* úr garðhnífum ykkar.
Máttleysinginn segi: „Ég er sterkur.“
11 Komið og hjálpist að, allar nágrannaþjóðir, safnist saman!‘“+
Jehóva, sendu hetjur þínar* þangað niður.
12 „Þjóðirnar fylki sér og haldi til Jósafatsdals
því að þar mun ég sitja og dæma allar nágrannaþjóðirnar.+
13 Sveiflið sigðinni því að uppskeran er fullþroskuð.
Komið niður og troðið því að vínpressan er full.+
Kerin flóa yfir því að illska þeirra er takmarkalaus.
15 Sólin og tunglið myrkvast
og stjörnurnar missa birtu sína.
16 Frá Síon mun Jehóva öskra eins og ljón,
frá Jerúsalem lætur hann í sér heyra.
Himinn og jörð munu nötra.
En Jehóva verður fólki sínu athvarf,+
Ísraelsmönnum virki.
17 Og þið munuð vita að ég er Jehóva Guð ykkar sem bý á Síon, mínu heilaga fjalli.+
18 Á þeim degi mun sætt vín drjúpa af fjöllunum,+
hæðirnar flóa í mjólk
og allir lækir Júda verða fullir af vatni.
Lind mun streyma frá húsi Jehóva+
og vökva Dal akasíutrjánna.
19 En Egyptaland verður að auðn+
og Edóm að óbyggðum öræfum+
vegna grimmdarinnar sem Júdamenn þurftu að þola af hendi þeirra.+
Þeir úthelltu saklausu blóði í landi þeirra.+
20 En Júda verður byggð að eilífu
og Jerúsalem kynslóð eftir kynslóð.+
21 Þá sem ég áleit áður seka* mun ég nú álíta saklausa.+
Og Jehóva mun búa á Síon.“+