Fyrra bréfið til Tímóteusar
3 Þessi orð eru sönn: Ef maður sækist eftir að verða umsjónarmaður+ þráir hann göfugt starf. 2 Umsjónarmaður má ekki liggja undir ámæli, hann á að vera einnar konu eiginmaður, hófsamur, skynsamur,*+ reglusamur, gestrisinn,+ hæfur kennari,+ 3 ekki drykkfelldur,+ ekki ofbeldismaður heldur sanngjarn,+ ekki þrætugjarn+ og ekki fégjarn.*+ 4 Hann á að veita heimili sínu góða forystu* og börn hans eiga að vera hlýðin og sýna virðingu.+ 5 (Hvernig getur sá sem kann ekki að veita sínu eigin heimili forystu* annast söfnuð Guðs?) 6 Hann á ekki að vera nýr í trúnni+ svo að hann ofmetnist ekki og hljóti sama dóm og Djöfullinn. 7 Hann á líka að hafa góðan orðstír hjá þeim sem eru fyrir utan+ svo að hann verði ekki fyrir lasti* og lendi í snöru Djöfulsins.
8 Safnaðarþjónar eiga sömuleiðis að vera ábyrgðarfullir, ekki falskir,* ekki drekka of mikið vín og ekki vera sólgnir í efnislegan ávinning.+ 9 Þeir eiga að halda sig við heilagan leyndardóm trúarinnar með hreinni samvisku.+
10 Látið fyrst reyna þá, hvort þeir séu hæfir, og síðan geta þeir verið safnaðarþjónar ef þeir eru ekki bornir neinum sökum.+
11 Konur eiga sömuleiðis að vera ábyrgðarfullar og ekki fara með róg.+ Þær eiga að vera hófsamar og trúar í öllu.+
12 Safnaðarþjónn á að vera einnar konu eiginmaður og veita börnum sínum og heimili góða forystu. 13 Þeir sem inna þjónustu sína vel af hendi ávinna sér gott mannorð og geta talað óhikað um trúna á Krist Jesú.
14 Ég skrifa þér þetta þó að ég vonist til að geta komið til þín fljótlega. 15 En ef mér seinkar vil ég að þú vitir hvernig þú átt að hegða þér meðal heimilismanna Guðs,+ í söfnuði hins lifandi Guðs sem er stoð og stólpi sannleikans. 16 Heilagur leyndardómur guðrækninnar er vissulega mikill: ‚Hann kom fram sem maður,+ var lýstur réttlátur sem andi,+ birtist englum,+ var boðaður meðal þjóða,+ var trúað í heiminum+ og var hrifinn upp í dýrð.‘