Jobsbók
3 Að lokum tók Job til máls og bölvaði fæðingardegi* sínum.+ 2 Hann sagði:
3 „Hverfi dagurinn sem ég fæddist á+
og nóttin þegar sagt var: ‚Drengur er fæddur!‘
4 Sá dagur verði að myrkri.
Guð á himnum gleymi honum,
ekkert ljós lýsi á honum.
5 Dýpsta myrkur* heimti hann aftur.
Regnský leggist yfir hann,
ógnandi myrkur skelfi hann.
6 Myrkrið gleypi þá nótt.+
Hún gleðjist ekki með dögum ársins
og teljist ekki með í neinum mánuði.
7 Já, sú nótt verði ófrjó,
engin gleðióp heyrist.
9 Morgunstjörnurnar verði dimmar,
nóttin bíði til einskis eftir dagsbirtunni
og sjái ekki geisla morgunroðans
10 því að hún lokaði ekki kviði móður minnar+
né hlífði augum mínum við ógæfu.
11 Hvers vegna dó ég ekki í fæðingu?
Hvers vegna lést ég ekki um leið og ég kom úr móðurkviði?+
12 Hvers vegna tóku hné á móti mér
og brjóst til að sjúga?
13 Nú gæti ég legið og hvílst,+
sofið í ró og næði+
14 með konungum jarðar og ráðgjöfum þeirra
sem reistu sér byggingar sem nú eru í rústum
15 eða með höfðingjum sem áttu gull
og hús full af silfri.
16 Hvers vegna var ég ekki eins og andvana fóstur,
eins og barn sem aldrei leit dagsins ljós?
17 Í gröfinni fá jafnvel illir menn ró,
þar fá hinir þreyttu hvíld.+
18 Þar hvíla fangar saman í friði,
þeir heyra ekki öskur verkstjórans.
19 Háir og lágir eru þar jafnir+
og þrællinn er laus frá húsbónda sínum.
21 Hvers vegna fá þeir sem þrá dauðann ekki að deyja?+
Þeir grafa ákafar eftir honum en fólgnum fjársjóðum,
22 þeir hrópa af gleði
og fagna þegar þeir finna gröfina.
23 Hvers vegna lýsir Guð manni sem hefur villst af leið,
manni sem hann hefur króað af?+
25 Það sem ég óttaðist er komið yfir mig
og það sem ég hræddist henti mig.
26 Ég finn engan frið, ró né hvíld
heldur tómar þjáningar.“