Orðskviðirnir
25 Þetta eru líka orðskviðir Salómons+ sem menn Hiskía+ Júdakonungs söfnuðu og afrituðu:
3 Himinninn er hár og jörðin er djúp,
eins eru hjörtu konunga órannsakanleg.
4 Fjarlægðu sorann úr silfrinu,
þá verður það hreint og tært.+
5 Fjarlægðu vondan mann úr návist konungs,
þá stendur hásæti hans stöðugt í réttlæti.+
6 Upphefðu þig ekki frammi fyrir konunginum+
og taktu þér ekki stöðu meðal stórmenna+
7 því að betra er að hann segi við þig: „Komdu hingað upp,“
en að hann auðmýki þig fyrir framan tignarmann.+
8 Anaðu ekki út í málaferli
því að hvað ætlarðu að gera ef náungi þinn niðurlægir þig?+
9 Verðu mál þitt gegn náunga þínum+
en ljóstraðu ekki upp leyndarmálum annarra*+
10 til þess að sá sem heyrir það leiði ekki skömm yfir þig
og þú berir út slúður* sem verður ekki afturkallað.
12 Eins og gulleyrnalokkur og skart úr dýrindis gulli,
þannig eru ávítur viturs manns í eyrum þess sem hlustar.+
13 Eins og svalandi snjór á uppskerudeginum,
þannig er áreiðanlegur sendiboði þeim sem sendir hann
því að hann hressir húsbónda sinn.+
14 Eins og ský og vindur án rigningar,
þannig er maður sem stærir sig af gjöf sem hann gefur aldrei.+
16 Ef þú finnur hunang borðaðu þá ekki meira en þú þarft.
Ef þú færð þér of mikið gætirðu ælt því upp.+
17 Stígðu sjaldan fæti í hús náunga þíns
svo að hann þreytist ekki á þér og fari að hata þig.
18 Eins og stríðskylfa, sverð og beitt ör,
þannig er maður sem ber ljúgvitni gegn náunga sínum.+
19 Eins og brotin tönn og valtur fótur,
þannig er að treysta ótraustum* manni á erfiðleikatímum.
20 Að fara úr fötum á köldum degi
og að hella ediki á þvottasóda,
eins er að syngja söngva fyrir þann sem er dapur í hjarta.+
21 Ef óvinur þinn er svangur gefðu honum þá brauð að borða,
ef hann er þyrstur gefðu honum þá vatn að drekka.+
23 Norðanvindinum fylgir úrhelli
og slúður kallar fram reiðisvip.+
26 Eins og gruggug lind og skemmdur brunnur,
þannig er réttlátur maður sem lætur undan* illum manni.