Lúkas segir frá
22 Nú nálgaðist hátíð ósýrðu brauðanna sem er kölluð páskar.+ 2 Yfirprestarnir og fræðimennirnir veltu fyrir sér hvernig best væri að ryðja Jesú úr vegi+ því að þeir óttuðust fólkið.+ 3 Þá fór Satan í Júdas sem var kallaður Ískaríot og var einn þeirra tólf.+ 4 Hann fór og talaði við yfirprestana og varðforingja musterisins um það hvernig hann gæti svikið Jesú í hendur þeirra.+ 5 Þeir glöddust við þetta og komu sér saman um að greiða honum silfurpeninga fyrir.+ 6 Hann féllst á það og fór að leita að hentugu tækifæri til að svíkja hann í hendur þeirra þegar fólkið væri ekki nærri.
7 Nú rann upp dagur ósýrðu brauðanna þegar færa átti páskafórnina.+ 8 Jesús sendi þá Pétur og Jóhannes og sagði: „Farið og undirbúið páskamáltíðina handa okkur.“+ 9 „Hvar viltu að við undirbúum hana?“ spurðu þeir. 10 Hann svaraði þeim: „Þegar þið komið inn í borgina mætir ykkur maður sem ber vatnsker. Fylgið honum inn í húsið þangað sem hann fer+ 11 og segið við húsráðandann: ‚Kennarinn spyr þig: „Hvar er gestaherbergið þar sem ég get borðað páskamáltíðina með lærisveinum mínum?“‘ 12 Maðurinn sýnir ykkur þá stórt herbergi á efri hæð, búið húsgögnum. Undirbúið allt þar fyrir máltíðina.“ 13 Þeir fóru þá og fundu allt eins og hann hafði sagt þeim og undirbjuggu páskamáltíðina.
14 Þegar stundin rann upp lagðist hann til borðs með postulunum.+ 15 Og hann sagði við þá: „Ég hef hlakkað mikið til að borða þessa páskamáltíð með ykkur áður en ég þarf að þjást. 16 Ég segi ykkur að ég mun ekki neyta hennar framar fyrr en allt sem hún merkir uppfyllist í ríki Guðs.“ 17 Honum var réttur bikar og hann fór með þakkarbæn og sagði: „Takið hann og látið ganga á milli ykkar. 18 Ég segi ykkur að héðan í frá drekk ég ekki af ávexti vínviðarins fyrr en ríki Guðs kemur.“
19 Hann tók einnig brauð,+ fór með þakkarbæn, braut það, gaf þeim og sagði: „Þetta táknar líkama minn+ sem verður gefinn í ykkar þágu.+ Gerið þetta til minningar um mig.“+ 20 Eins tók hann bikarinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: „Þessi bikar táknar nýja sáttmálann.+ Hann er fullgiltur með blóði mínu+ sem verður úthellt í ykkar þágu.+
21 En vitið að sá sem svíkur mig er hér við borðið hjá mér.+ 22 Mannssonurinn fer vissulega sína leið eins og ákveðið hefur verið+ en illa fer fyrir þeim sem svíkur hann!“+ 23 Þeir fóru þá að ræða sín á milli hver þeirra gæti fengið sig til að gera slíkt.+
24 Síðan fóru þeir að rífast um hver þeirra væri talinn mestur.+ 25 En Jesús sagði við þá: „Konungar þjóðanna drottna yfir þeim og valdhafar þeirra eru kallaðir velgjörðarmenn.+ 26 Þið megið ekki vera þannig+ heldur á sá sem er mestur á meðal ykkar að vera eins og hann sé yngstur+ og sá sem fer með forystu eins og þjónn. 27 Hvor er meiri, sá sem liggur til borðs eða sá sem þjónar? Er það ekki sá sem liggur til borðs? Samt er ég eins og þjónninn meðal ykkar.+
28 En það eruð þið sem hafið staðið með mér+ í prófraunum mínum.+ 29 Og ég geri sáttmála við ykkur um ríki, eins og faðir minn hefur gert sáttmála við mig,+ 30 til að þið getið borðað og drukkið við borð mitt í ríki mínu+ og setið í hásætum+ og dæmt 12 ættkvíslir Ísraels.+
31 Símon, Símon, Satan hefur krafist þess að fá að sigta ykkur eins og hveiti.+ 32 En ég hef beðið ákaft fyrir þér að trú þín bregðist ekki+ og þegar þú ert snúinn aftur skaltu styrkja bræður þína.“+ 33 Þá svaraði hann: „Drottinn, ég er tilbúinn að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða.“+ 34 En Jesús sagði: „Ég segi þér, Pétur, að áður en hani galar í dag verðurðu búinn að neita þrisvar að þú þekkir mig.“+
35 Hann sagði nú við þá: „Skorti ykkur nokkuð þegar ég sendi ykkur út án þess að hafa peningapyngju, nestispoka og sandala meðferðis?“+ „Nei,“ svöruðu þeir. 36 Þá sagði hann: „En nú skal sá sem á pyngju taka hana með sér ásamt nestispoka, og sá sem á ekki sverð selji yfirhöfn sína og kaupi sér sverð. 37 Ég segi ykkur að það sem skrifað er þarf að rætast á mér, það er að segja: ‚Hann var talinn með afbrotamönnum.‘+ Þetta er nú að rætast á mér.“+ 38 Þeir sögðu: „Sjáðu, Drottinn, hér eru tvö sverð.“ „Það nægir,“ svaraði hann.
39 Jesús fór nú til Olíufjallsins eins og hann var vanur og lærisveinarnir fylgdu honum.+ 40 Þegar þeir komu á staðinn sagði hann við þá: „Biðjið svo að þið fallið ekki í freistni.“+ 41 Hann fór steinsnar frá þeim, féll á kné og bað: 42 „Faðir, ef þú vilt, taktu þá þennan bikar frá mér. En verði þó ekki minn vilji heldur þinn.“+ 43 Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.+ 44 En hann var svo angistarfullur að hann baðst enn heitar fyrir+ og sviti hans varð eins og blóðdropar sem féllu á jörðina. 45 Eftir bænina stóð hann upp, gekk til lærisveinanna og kom að þeim sofandi, örmagna af hryggð.+ 46 Hann sagði við þá: „Hvers vegna sofið þið? Standið upp og biðjið stöðugt svo að þið fallið ekki í freistni.“+
47 Meðan hann var enn að tala kom hópur manna og fremstur var Júdas, einn þeirra tólf. Hann gekk að Jesú til að kyssa hann.+ 48 En Jesús sagði við hann: „Júdas, svíkurðu Mannssoninn með kossi?“ 49 Þegar þeir sem voru með honum sáu hvað var að gerast sögðu þeir: „Drottinn, eigum við að grípa til sverðs?“ 50 Einn þeirra hjó meira að segja til þjóns æðstaprestsins og sneið af honum hægra eyrað.+ 51 Þá sagði Jesús: „Þetta er nóg.“ Síðan snerti hann eyra mannsins og læknaði hann. 52 Jesús sagði þessu næst við yfirprestana, varðforingja musterisins og öldungana sem höfðu komið til að handtaka hann: „Komuð þið vopnaðir sverðum og bareflum eins og ég væri ræningi?+ 53 Ég var hjá ykkur í musterinu dag eftir dag+ og ekki lögðuð þið hendur á mig þá.+ En þetta er ykkar tími og myrkrið hefur völdin.“+
54 Þá tóku þeir hann höndum, leiddu hann burt+ og fóru með hann í hús æðstaprestsins en Pétur fylgdi á eftir í nokkurri fjarlægð.+ 55 Menn kveiktu eld í miðjum húsagarðinum og settust við hann og Pétur sat meðal þeirra.+ 56 Þjónustustúlka virti hann fyrir sér þar sem hann sat í bjarmanum af eldinum og sagði: „Þessi maður var líka með honum.“ 57 En hann neitaði því og sagði: „Kona, ég þekki hann ekki.“ 58 Stuttu síðar kom maður nokkur auga á hann og sagði: „Þú ert líka einn af þeim.“ En Pétur svaraði: „Nei, það er ég ekki.“+ 59 Eftir um það bil klukkustund sagði annar maður ákveðinn í bragði: „Víst var þessi maður með honum enda er hann Galíleumaður.“ 60 Pétur svaraði: „Ég skil ekki hvað þú ert að tala um.“ Áður en hann sleppti orðinu galaði hani. 61 Drottinn sneri sér þá við og horfði beint á Pétur, og Pétur minntist þess sem Drottinn hafði sagt við hann: „Áður en hani galar í dag muntu afneita mér þrisvar.“+ 62 Og hann gekk út og grét beisklega.
63 Mennirnir sem höfðu Jesú í haldi fóru nú að hæðast að honum+ og berja hann,+ 64 og þeir huldu andlit hans og sögðu: „Sýndu að þú sért spámaður! Hver var það sem sló þig?“ 65 Og þeir jusu mörgum öðrum svívirðingum yfir hann.
66 Þegar birti af degi safnaðist öldungaráðið saman, bæði yfirprestar og fræðimenn,+ og lét leiða hann inn í sal Æðstaráðsins. Þeir sögðu: 67 „Ef þú ert Kristur, þá segðu okkur það.“+ Hann svaraði: „Þó að ég segði ykkur það mynduð þið ekki trúa því 68 og ef ég spyrði ykkur einhvers mynduð þið ekki svara. 69 En héðan í frá mun Mannssonurinn+ sitja við máttuga hægri hönd Guðs.“+ 70 Þá spurðu þeir allir: „Ertu þá sonur Guðs?“ Hann svaraði: „Þið segið að ég sé það.“ 71 Þeir sögðu: „Þurfum við nokkuð fleiri vitni? Við höfum heyrt þetta af munni hans sjálfs.“+