Fyrra bréfið til Korintumanna
12 Ég vil ekki, bræður og systur, að þið séuð óupplýst um andlegu gjafirnar.+ 2 Þið vitið að meðan þið lifðuð eins og fólk í heiminum* hafði það áhrif á ykkur og leiddi ykkur afvega. Þið tilbáðuð mállaus skurðgoð+ og fylgduð þeim hvert sem var. 3 Nú vil ég að ykkur sé ljóst að enginn segir undir leiðsögn anda Guðs: „Jesús er bölvaður!“ og enginn getur sagt: „Jesús er Drottinn!“ nema undir leiðsögn heilags anda.+
4 Gjafirnar eru mismunandi en andinn er hinn sami,+ 5 þjónustustörfin eru mismunandi+ en Drottinn er hinn sami, 6 og verkin eru mismunandi en einn og sami Guð kemur þeim öllum til leiðar hjá hverjum um sig.+ 7 Andinn birtist hjá hverjum og einum í gagnlegum tilgangi.+ 8 Andinn gerir einum kleift að tala af* visku og sami andi hjálpar öðrum að tala af þekkingu. 9 Andinn gefur einum trú+ og þessi sami andi gefur öðrum lækningamátt.+ 10 Hann gerir einum kleift að vinna máttarverk,+ öðrum að spá og enn öðrum er gefin dómgreind til að leggja mat á innblásin orð.+ Einum er gefið að tala önnur tungumál*+ og öðrum að túlka það sem sagt er.+ 11 En einn og sami andinn kemur öllu þessu til leiðar og útbýtir hverjum og einum að vild sinni.
12 Líkaminn er einn en hefur marga limi og allir limirnir mynda einn líkama+ þótt margir séu. Þannig er líka Kristur. 13 Við vorum öll skírð í krafti eins anda til að mynda einn líkama, hvort sem við erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjáls, og öll fengum við einn og sama anda að drekka.
14 Líkaminn er myndaður úr mörgum limum en ekki aðeins einum.+ 15 Ef fóturinn segði: „Fyrst ég er ekki hönd tilheyri ég ekki líkamanum,“ þá þýddi það ekki að hann væri ekki hluti af líkamanum. 16 Og þótt eyrað segði: „Fyrst ég er ekki auga tilheyri ég ekki líkamanum,“ þá væri það samt hluti af líkamanum. 17 Ef allur líkaminn væri auga hvar væri þá heyrnin? Og ef hann væri allur heyrn hvar væri þá lyktarskynið? 18 En nú hefur Guð raðað öllum limunum á líkamann eins og hann vildi hafa þá.
19 Hvar væri líkaminn ef allir limirnir væru einn og sami limurinn? 20 En nú eru limirnir margir en líkaminn þó aðeins einn. 21 Augað getur ekki sagt við höndina: „Ég þarf ekki á þér að halda,“ eða þá höfuðið við fæturna: „Ég þarf ekki á ykkur að halda.“ 22 Þvert á móti eru þeir limir nauðsynlegir sem virðast vera í veikbyggðara lagi 23 og við sýnum meiri virðingu þeim líkamshlutum sem okkur virðast lítilfjörlegir.+ Þannig veitum við meiri sæmd þeim líkamshlutum sem við erum ekki mjög stolt af 24 en hinir fallegu þurfa ekki á slíku að halda. Guð setti líkamann þannig saman að hann sýndi meiri virðingu þeim líkamshluta sem þarfnaðist þess 25 svo að það væri engin sundrung í líkamanum heldur að limirnir bæru gagnkvæma umhyggju hver fyrir öðrum.+ 26 Ef einn limur þjáist þjást allir hinir með honum+ og ef einn limur hlýtur upphefð gleðjast allir hinir með honum.+
27 Nú eruð þið líkami Krists+ og þið, hvert og eitt, eruð limir á honum.+ 28 Guð hefur gefið hverjum um sig ákveðið hlutverk í söfnuðinum: Í fyrsta lagi hefur hann sett postula,+ í öðru lagi spámenn,+ í þriðja lagi kennara.+ Sumir geta unnið máttarverk,+ læknað,+ veitt hjálp, farið með forystu+ eða talað önnur tungumál.+ 29 Ekki eru allir postular. Ekki eru allir spámenn. Ekki eru allir kennarar. Ekki vinna allir máttarverk. 30 Ekki hafa allir lækningamátt. Ekki tala allir önnur tungumál.+ Ekki eru allir túlkar.*+ 31 Sækist eftir* þeim gjöfum sem mestu máli skipta.+ En nú bendi ég ykkur á langtum betri leið.+