Þriðja Mósebók
23 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Hátíðir+ Jehóva, sem þið skuluð boða til,+ eru heilagar samkomur. Þetta eru hátíðir mínar:
3 Sex daga megið þið vinna en sjöundi dagurinn er alger hvíldardagur,+ heilög samkoma. Þá megið þið ekkert vinna. Hann á að vera hvíldardagur fyrir Jehóva hvar sem þið búið.+
4 Þetta eru hátíðir Jehóva, heilagar samkomur sem þið skuluð boða til, hverrar á sínum tilsetta tíma: 5 Á 14. degi fyrsta mánaðarins,+ í ljósaskiptunum,* eru páskar+ Jehóva.
6 Fimmtánda dag sama mánaðar hefst hátíð ósýrðu brauðanna sem er haldin Jehóva til heiðurs.+ Þið skuluð borða ósýrt brauð í sjö daga.+ 7 Fyrsta daginn skuluð þið halda heilaga samkomu.+ Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu. 8 En þið eigið að færa Jehóva eldfórnir í sjö daga. Sjöunda daginn á að halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.‘“
9 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 10 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þegar þið komið inn í landið sem ég gef ykkur og hafið hirt uppskeruna þar skuluð þið færa prestinum+ knippi af frumgróðanum.+ 11 Hann á að veifa knippinu frammi fyrir Jehóva til að afla ykkur velþóknunar hans. Presturinn á að veifa því daginn eftir hvíldardaginn. 12 Daginn sem þið látið veifa knippinu skuluð þið fórna gallalausu hrútlambi, ekki eldra en veturgömlu, í brennifórn handa Jehóva. 13 Kornfórnin með hrútnum á að vera tveir tíundu hlutar úr efu* af fínu olíublönduðu mjöli, eldfórn handa Jehóva og honum ljúfur* ilmur. Drykkjarfórnin með hrútnum á að vera fjórðungur úr hín* af víni. 14 Þið megið ekki borða neitt brauð, ristað korn eða nýtt korn fyrr en þennan dag þegar þið færið Guði ykkar fórnina. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið.
15 Þið eigið að telja sjö hvíldardaga frá deginum eftir hvíldardaginn, deginum sem þið komið með knippið í veififórn.+ Teljið heilar vikur. 16 Þið skuluð telja 50 daga+ til dagsins eftir sjöunda hvíldardaginn. Þá eigið þið að færa Jehóva nýja kornfórn.+ 17 Þið skuluð koma með tvö brauð að heiman í veififórn. Bakið þau úr tveim tíundu hlutum úr efu* af fínu mjöli. Bakið þau úr súrdeigi+ sem frumgróða handa Jehóva.+ 18 Með brauðinu skuluð þið bera fram sjö gallalaus hrútlömb, veturgömul, eitt ungnaut og tvo hrúta.+ Þau eiga að vera brennifórn handa Jehóva ásamt tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum, eldfórn handa Jehóva og honum ljúfur* ilmur. 19 Og þið skuluð færa einn kiðling að syndafórn+ og tvö veturgömul hrútlömb að samneytisfórn.+ 20 Presturinn á að veifa þeim, hrútlömbunum tveim, fram og aftur ásamt frumgróðabrauðinu sem veififórn frammi fyrir Jehóva. Þetta á að vera helgað Jehóva og tilheyra prestinum.+ 21 Þennan dag eigið þið að boða til+ heilagrar samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið.
22 Þegar þið hirðið uppskeru landsins skuluð þið ekki hirða það sem er í útjaðri akursins né tína það upp sem liggur eftir á akrinum.+ Þú átt að skilja það eftir handa fátækum*+ og útlendingum.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.‘“
23 Jehóva sagði síðan við Móse: 24 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Fyrsta dag sjöunda mánaðarins skuluð þið hvílast og halda heilaga samkomu. Þetta er dagur sem skal minna á með lúðrablæstri.+ 25 Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu og þið eigið að færa Jehóva eldfórn.‘“
26 Jehóva sagði einnig við Móse: 27 „En tíundi dagur þessa sjöunda mánaðar er friðþægingardagur.+ Þá skuluð þið halda heilaga samkomu, og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar*+ og færa Jehóva eldfórn. 28 Þið megið ekkert vinna þennan dag því að hann er friðþægingardagur til að friðþægja+ fyrir ykkur frammi fyrir Jehóva Guði ykkar. 29 Sá sem sýnir ekki að hann harmar syndir sínar* á þeim degi skal upprættur úr þjóð sinni.*+ 30 Og ég uppræti úr þjóðinni hvern þann sem vinnur nokkuð á þessum degi. 31 Þið megið ekkert vinna. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið. 32 Þetta er alger hvíldardagur fyrir ykkur og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar.+ Þið skuluð halda þennan hvíldardag frá kvöldi níunda dags mánaðarins til næsta kvölds.“
33 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 34 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Fimmtánda dag sjöunda mánaðarins hefst laufskálahátíðin og stendur í sjö daga, Jehóva til heiðurs.+ 35 Á fyrsta deginum á að halda heilaga samkomu og þá megið þið ekki vinna neina erfiðisvinnu. 36 Í sjö daga skuluð þið færa Jehóva eldfórnir. Áttunda daginn eigið þið að halda heilaga samkomu+ og færa Jehóva eldfórn. Þetta er hátíðarsamkoma. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.
37 Þetta eru hátíðir+ Jehóva sem þið eigið að halda* sem heilagar samkomur.+ Þá skuluð þið færa Jehóva eldfórnir: brennifórnirnar,+ tilheyrandi kornfórnir+ og drykkjarfórnirnar+ eins og tilgreint er fyrir hvern dag. 38 Þessar fórnir koma til viðbótar við þær fórnir sem færðar eru á hvíldardögum+ Jehóva og auk gjafa ykkar,+ heitfórna+ og sjálfviljafórna+ sem þið eigið að gefa Jehóva. 39 En á 15. degi sjöunda mánaðarins þegar þið hafið hirt afurðir landsins hefst hátíð Jehóva sem stendur í sjö daga.+ Fyrsti dagurinn er alger hvíldardagur og áttundi dagurinn sömuleiðis.+ 40 Fyrsta daginn skuluð þið taka ávexti af tignarlegustu trjánum, pálmablöð+ og greinar af lauftrjám og öspum sem vaxa í dalnum og þið skuluð fagna+ frammi fyrir Jehóva Guði ykkar í sjö daga.+ 41 Þið eigið að halda hátíðina Jehóva til heiðurs í sjö daga á ári.+ Það er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð að þið haldið hana í sjöunda mánuðinum. 42 Þið skuluð búa í laufskálunum í sjö daga.+ Allir innfæddir í Ísrael eiga að búa í laufskálunum 43 svo að komandi kynslóðir viti+ að ég lét Ísraelsmenn búa í laufskálum þegar ég leiddi þá út úr Egyptalandi.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.‘“
44 Móse greindi síðan Ísraelsmönnum frá hátíðum Jehóva.