Bréfið til Galatamanna
4 Ég segi ykkur að meðan erfinginn er enn á barnsaldri er enginn munur á honum og þræli þó að hann eigi allt. 2 Hann er með gæslumenn og ráðsmenn yfir sér til þess dags sem faðir hans hefur ákveðið. 3 Eins er það með okkur. Meðan við vorum börn vorum við þrælar hugmyndafræði heimsins.+ 4 En á tilsettum tíma sendi Guð son sinn, sem fæddist af konu+ og var undir lögunum,+ 5 til að kaupa þá lausa sem voru undir lögunum+ þannig að hægt væri að ættleiða okkur sem syni.+
6 Og þar sem þið eruð synir hefur Guð sent anda+ sonar síns í hjörtu okkar+ og hann hrópar: „Abba,* faðir!“+ 7 Þú ert því ekki lengur þræll heldur sonur og fyrst þú ert sonur hefur Guð líka gert þig að erfingja.+
8 Meðan þið þekktuð ekki Guð voruð þið þrælar þeirra sem eru alls engir guðir. 9 En núna þekkið þið Guð eða réttara sagt, hann þekkir ykkur. Hvernig stendur þá á því að þið snúið aftur til hinnar veiku+ og fátæklegu hugmyndafræði heimsins og viljið þræla undir henni á nýjan leik?+ 10 Þið haldið samviskusamlega upp á daga og mánuði,+ tíðir og ár. 11 Ég óttast að ég hafi erfiðað til einskis fyrir ykkur.
12 Bræður og systur, ég bið ykkur að verða eins og ég er núna því að áður var ég eins og þið.+ Þið gerðuð mér ekkert illt. 13 Þið vitið að líkamleg veikindi mín urðu til þess að ég fékk tækifæri til að boða ykkur fagnaðarboðskapinn í fyrsta sinn. 14 Og þó að líkamlegt ástand mitt hafi verið þolraun fyrir ykkur fyrirlituð þið mig ekki né höfðuð óbeit á mér* heldur tókuð þið við mér eins og engli Guðs, eins og Kristi Jesú. 15 Hvað varð um gleði ykkar? Ég veit að þið hefðuð slitið úr ykkur augun og gefið mér ef það hefði verið hægt.+ 16 Er ég nú orðinn óvinur ykkar fyrst ég segi ykkur sannleikann? 17 Sumum er mikið í mun að vinna ykkur á sitt band en það er ekki af góðu tilefni. Þeir vilja snúa ykkur frá mér og fá ykkur til að fylgja sér. 18 Það er auðvitað alltaf gott að einhver sýni ykkur áhuga af góðu tilefni, ekki aðeins meðan ég er hjá ykkur. 19 Börnin mín,+ ég kvelst nú aftur vegna ykkar eins og móðir með fæðingarhríðir, allt þar til þið endurspeglið eiginleika Krists.* 20 Ég vildi að ég gæti verið hjá ykkur núna og talað með öðrum hætti því að ég veit ekki hvað ég á að gera við ykkur.
21 Segið mér, þið sem viljið vera undir lögunum, heyrið þið ekki hvað lögin segja? 22 Til dæmis stendur að Abraham átti tvo syni, annan með þjónustustúlkunni+ og hinn með frjálsu konunni.+ 23 Sonur þjónustustúlkunnar varð til með náttúrulegum hætti*+ en sonur frjálsu konunnar samkvæmt loforði.+ 24 Þetta hefur táknræna merkingu. Konurnar tákna tvo sáttmála, annan frá Sínaífjalli+ sem elur börn til þrælkunar og er eins og Hagar. 25 Hagar stendur fyrir Sínaí,+ fjall í Arabíu, og hún samsvarar núverandi Jerúsalem því að hún er hneppt í þrældóm ásamt börnum sínum. 26 En Jerúsalem í hæðum er frjáls og hún er móðir okkar.
27 Skrifað stendur: „Vertu glöð, þú ófrjóa kona sem hefur ekki fætt. Hrópaðu af gleði, þú kona sem hefur ekki haft hríðir, því að börn yfirgefnu konunnar eru fleiri en hinnar sem á eiginmann.“+ 28 Þið, bræður og systur, eruð börn samkvæmt loforðinu eins og Ísak var.+ 29 Á sínum tíma fór sá sem varð til með náttúrulegum hætti að ofsækja þann sem varð til með hjálp andans.+ Eins er það núna.+ 30 En hvað segir ritningarstaðurinn? „Rektu burt þjónustustúlkuna og son hennar því að sonur þjónustustúlkunnar skal alls ekki fá arf með syni frjálsu konunnar.“+ 31 Bræður og systur, við erum ekki börn þjónustustúlku heldur börn frjálsu konunnar.