Bréfið til Efesusmanna
3 Það er af þessari ástæðu að ég, Páll, sem er fangi+ Krists Jesú vegna ykkar sem eruð af þjóðunum …* 2 Þið hafið heyrt að mér var falið það verkefni+ að hjálpa ykkur að njóta góðs af einstakri góðvild Guðs. 3 Þið hafið heyrt hvernig hinn heilagi leyndardómur var kunngerður mér með opinberun, eins og ég hef skrifað stuttlega um áður. 4 Þegar þið lesið þetta getið þið því áttað ykkur á hvaða innsýn ég hef í hinn heilaga leyndardóm+ um Krist. 5 Fyrri kynslóðir manna voru ekki upplýstar um þennan leyndardóm eins og andinn hefur nú opinberað hann heilögum postulum hans og spámönnum.+ 6 Hann felst í því að fólk af þjóðunum sem er sameinað Kristi Jesú verði samerfingjar okkar, tilheyri sama líkama+ og við og eigi hlutdeild í sama loforði og við vegna fagnaðarboðskaparins. 7 Ég varð þjónn þessa leyndardóms vegna einstakrar góðvildar Guðs, og með því að gefa mér þessa gjöf sýndi hann mér mátt sinn.+
8 Ég er lítilvægari en sá minnsti meðal allra hinna heilögu+ en mér var sýnd þessi einstaka góðvild+ til að ég boðaði þjóðunum fagnaðarboðskapinn um ólýsanlega auðlegð Krists. 9 Ég átti að upplýsa alla um hvernig Guð hrindir hinum heilaga leyndardómi+ í framkvæmd en hann hefur verið hulinn öldum saman hjá Guði sem skapaði allt. 10 Það var til þess að margþætt viska Guðs væri nú birt+ stjórnum og yfirvöldum á himnum fyrir milligöngu safnaðarins.+ 11 Þetta er í samræmi við eilífa fyrirætlun Guðs sem tengist Kristi+ Jesú Drottni okkar, 12 en vegna hans getum við talað óhikað. Við treystum líka að við höfum greiðan aðgang að Guði+ vegna trúar okkar á Krist.* 13 Ég bið ykkur því að gefast ekki upp út af mótlætinu sem ég hef orðið fyrir vegna ykkar. Það er ykkur til heiðurs.+
14 Af þessari ástæðu fell ég á kné fyrir föðurnum 15 sem sérhver fjölskylda á himni og jörð á tilveru sína* að þakka. 16 Ég bið þess að Guð, sem er fullur dýrðar, styrki ykkar innri mann+ með krafti anda síns 17 og að vegna trúar ykkar megi Kristur búa í hjörtum ykkar ásamt kærleikanum.+ Megið þið vera rótföst+ og standa á traustum grunni.+ 18 Þá getið þið, eins og allir hinir heilögu, skilið til fulls hver sé breiddin, lengdin, hæðin og dýptin 19 og kynnst kærleika Krists+ sem er hafinn yfir þekkinguna, og þannig fyllst öllu því sem Guð lætur í té.
20 Guð getur með krafti sínum sem er að verki í okkur+ gert langt umfram allt sem við biðjum um eða getum ímyndað okkur.+ 21 Honum sé dýrðin um ókomnar kynslóðir og alla eilífð fyrir það sem hann hefur gert fyrir milligöngu safnaðarins og Krists Jesú. Amen.