Ljóðaljóðin
1 Ljóðaljóðin,* ljóð Salómons:+
3 Yndislegur ilmur er af olíum þínum.+
Eins og ljúfasta ilmolía er nafn þitt.+
Þess vegna elska ungu stúlkurnar þig.
4 Taktu mig með þér,* flýtum okkur.
Konungurinn hefur leitt mig inn í herbergi sín!
Gleðjumst og fögnum saman.
Tölum um* blíðuhót þín, þau eru betri en vín.
Þær* elska þig ekki að ástæðulausu.
6 Starið ekki á mig þó að húð mín sé dökk
því að ég er sólbrennd.
Synir móður minnar reiddust mér,
þeir létu mig gæta víngarðanna
en eigin víngarðs gætti ég ekki.
7 Segðu mér, þú sem ég elska svo heitt,
hvar þú heldur hjörð þinni á beit,+
hvar þú lætur hana hvílast um hádegið.
Hvers vegna ætti ég að vera eins og kona með sorgarblæju
meðal hjarða vina þinna?“
8 „Ef þú veist það ekki, þú sem ert fallegust kvenna,
skaltu rekja slóð hjarðarinnar
og halda kiðlingum þínum á beit hjá tjöldum hirðanna.“
9 „Ég líki þér, ástin mín, við eina af hryssunum* fyrir vögnum faraós.+
10 Skartgripir* prýða vanga þína,
perlufesti háls þinn.
13 Elskan mín er mér eins og ilmandi myrrupoki+
sem hvílir við barm mér um nótt.
15 „Þú ert falleg, ástin mín!
Þú ert falleg. Augu þín eru eins og dúfuaugu.“+
16 „Þú ert líka fallegur,* minn kæri, og yndislegur.+
Grængresið er rúm okkar.
17 Sedrustré eru bjálkarnir í húsi* okkar,
einitré mynda þakið.