Jesaja
62 Síonar vegna mun ég ekki þegja+
og Jerúsalem vegna verð ég ekki kyrr
fyrr en réttlæti hennar skín eins og skært ljós+
og frelsun hennar logar eins og blys.+
Þú verður nefnd nýju nafni+
sem Jehóva sjálfur ákveður.
3 Þú verður falleg kóróna í hendi Jehóva,
konunglegur vefjarhöttur í lófa Guðs þíns.
Þú verður öllu heldur nefnd Yndið mitt+
og land þitt kallað Eiginkonan
því að Jehóva hefur yndi af þér
og land þitt verður eins og gift kona.
5 Eins og ungur maður giftist mey
munu synir þínir giftast þér.
Eins og brúðgumi gleðst yfir brúði
mun Guð þinn gleðjast yfir þér.+
6 Ég hef sett varðmenn á múra þína, Jerúsalem.
Þeir skulu aldrei þagna, hvorki dag né nótt.
Þið sem talið um Jehóva,
unnið ykkur engrar hvíldar
7 og veitið honum enga hvíld fyrr en hann hefur endurreist Jerúsalem,
fyrr en hann lætur alla jörðina lofa hana.“+
8 Jehóva hefur lyft hægri hendi, já, sterkum handlegg sínum, og svarið:
„Ég mun ekki framar gefa óvinum þínum korn þitt til matar
og útlendingar fá ekki að drekka nýja vínið sem þú hefur stritað fyrir.+
9 Þeir sem hirða kornið munu borða það og lofa Jehóva
og þeir sem tína vínberin drekka vínið í heilögum forgörðum mínum.“+
10 Farið út, farið út um hliðin.
Ryðjið braut fyrir fólkið.+
Leggið veg, leggið veg,
ryðjið grjótinu burt.+
Reisið merkisstöng fyrir þjóðirnar.+
11 Jehóva hefur boðað til endimarka jarðar:
„Segið Síonardóttur:
‚Sjáðu! Frelsun þín kemur.+
Sjáðu, hann hefur launin með sér,
launin sem hann greiðir eru frammi fyrir honum.‘“+