Jeremía
11 Þetta er orðið sem kom til Jeremía frá Jehóva: 2 „Heyrið orð þessa sáttmála!
Flyttu* þau Júdamönnum og íbúum Jerúsalem 3 og segðu við þá: ‚Jehóva Guð Ísraels segir: „Bölvaður er sá maður sem hlýðir ekki orðum þessa sáttmála+ 4 sem ég gerði við forfeður ykkar daginn sem ég leiddi þá út úr Egyptalandi,+ út úr járnbræðsluofninum.+ Ég sagði: ‚Hlýðið mér og gerið allt sem ég segi ykkur. Þá verðið þið fólk mitt og ég verð Guð ykkar+ 5 svo að ég geti haldið eiðinn sem ég sór forfeðrum ykkar, að gefa þeim landið sem flýtur í mjólk og hunangi,‘+ og sú er raunin í dag.“‘“
Ég svaraði: „Amen,* Jehóva.“
6 Síðan sagði Jehóva við mig: „Boðaðu öll þessi orð í borgum Júda og á strætum Jerúsalem: ‚Hlustið á orð þessa sáttmála og farið eftir þeim. 7 Ég hef varað forfeður ykkar eindregið við frá þeim degi sem ég leiddi þá út úr Egyptalandi og fram á þennan dag. Ég varaði þá við hvað eftir annað* og sagði: „Hlýðið mér.“+ 8 En þeir lokuðu eyrunum og hlustuðu ekki heldur þrjóskuðust við og hver og einn fylgdi sínu illa hjarta.+ Þess vegna lét ég rætast á þeim öll orð þessa sáttmála sem ég sagði þeim að halda en þeir héldu ekki.‘“
9 Því næst sagði Jehóva við mig: „Júdamenn og Jerúsalembúar hafa gert samsæri. 10 Þeir hafa snúið aftur til synda forfeðra sinna sem vildu ekki hlýða mér.+ Þeir fylgja öðrum guðum og þjóna þeim.+ Ísraelsmenn og Júdamenn hafa rofið sáttmálann sem ég gerði við forfeður þeirra.+ 11 Þess vegna segir Jehóva: ‚Nú leiði ég yfir þá ógæfu+ sem þeir komast ekki undan. Þegar þeir hrópa til mín á hjálp mun ég ekki hlusta á þá.+ 12 Þeir sem búa í borgum Júda og Jerúsalem fara þá til guðanna sem þeir færa fórnir* og hrópa á hjálp,+ en þeir geta engan veginn bjargað þeim þegar hörmungarnar dynja yfir. 13 Guðir þínir, Júda, eru orðnir eins margir og borgir þínar og þú hefur reist svívirðingunni* eins mörg ölturu og strætin eru í Jerúsalem, ölturu til að færa Baal fórnir.‘+
14 Þú* skalt ekki biðja fyrir þessu fólki. Þú skalt hvorki hrópa né biðjast fyrir þeirra vegna+ því að ég mun ekki hlusta þegar þeir kalla til mín í neyð sinni.
15 Hvaða rétt hefur mín ástkæra þjóð til að vera í húsi mínu
þegar svo margir fremja illskuverk?
Geta þeir afstýrt ógæfu þinni með heilögu fórnarkjöti?
Muntu fagna þegar hún dynur yfir?
16 Einu sinni kallaði Jehóva þig frjósamt ólívutré,
fallegt og með góðan ávöxt.
En nú hefur hann kveikt í því með miklum hvin
og greinar þess hafa verið brotnar af.
17 Jehóva hersveitanna, sem gróðursetti þig,+ hefur sagt að hörmungar komi yfir þig vegna illsku Ísraelsmanna og Júdamanna sem misbuðu mér með því að færa Baal fórnir.“+
18 Jehóva upplýsti mig svo að ég vissi hvað var að gerast.
Þú leiddir mér fyrir sjónir hvað þeir aðhöfðust.
19 Ég var eins og hlýðið lamb sem er leitt til slátrunar.
Ég vissi ekki að þeir lögðu á ráðin gegn mér:+
„Skemmum tréð og ávöxt þess,
upprætum hann úr landi hinna lifandi
svo að enginn muni eftir nafni hans framar.“
20 En Jehóva hersveitanna dæmir með réttlæti.
Hann rannsakar hjartað og innstu hugsanir mannsins.*+
Sýndu mér hefnd þína á þeim
því að ég legg mál mitt í þínar hendur.
21 Þess vegna segir Jehóva um mennina frá Anatót+ sem vilja drepa þig og segja: „Hættu að spá í nafni Jehóva,+ annars drepum við þig,“ 22 já, þess vegna segir Jehóva hersveitanna: „Nú dreg ég þá til ábyrgðar. Ungu mennirnir falla fyrir sverði+ og synir þeirra og dætur deyja úr hungri.+ 23 Enginn þeirra verður eftir því að ég leiði hörmungar yfir mennina frá Anatót+ árið sem þeir verða dregnir til ábyrgðar.“