Jesaja
11 Kvistur+ mun vaxa af stofni Ísaí+
og sproti+ af rótum hans bera ávöxt.
2 Andi Jehóva mun hvíla yfir honum,+
andi visku+ og skilnings,
andi leiðsagnar og máttar,+
andi þekkingar og ótta við Jehóva.
3 Hann hefur unun af að óttast Jehóva.+
Hann dæmir ekki bara eftir því sem hann sér
né áminnir eftir því sem hann heyrir.+
7 Kýr og birna verða saman á beit
og ungviði þeirra liggur saman.
Ljónið mun bíta gras eins og naut.+
8 Brjóstabarn leikur sér hjá holu kóbrunnar
og barn vanið af brjósti leggur höndina yfir bæli eiturslöngunnar.
né valda skaða á mínu heilaga fjalli+
því að jörðin verður full af þekkingu á Jehóva
eins og vatn hylur sjávardjúpið.+
10 Á þeim degi mun sá sem er rót Ísaí+ standa eins og fáni* handa þjóðunum.+
11 Þann dag réttir Jehóva út höndina í annað sinn til þeirra sem eftir eru af þjóð hans. Hann endurheimtir þá frá Assýríu,+ Egyptalandi,+ Patros,+ Kús,+ Elam,+ Sínear,* Hamat og eyjum hafsins.+ 12 Hann reisir fána* fyrir þjóðirnar og safnar saman þeim sem tvístruðust frá Ísrael,+ og hann safnar saman frá heimshornunum fjórum þeim sem dreifst höfðu frá Júda.+
Efraím öfundar ekki Júda
og Júda sýnir Efraím ekki fjandskap.+
14 Þeir æða niður hlíðarnar* í vestri og ráðast á Filistea,
saman fara þeir ránshendi um þjóðirnar í austri.
Með brennheitum anda sínum slær hann það við kvíslirnar sjö*
og lætur fólk ganga yfir þurrum fótum.