Malakí
1 Yfirlýsing:
Orð Jehóva til Ísraels fyrir milligöngu Malakí:*
2 „Ég hef sýnt að ég elska ykkur,“+ segir Jehóva.
En þið segið: „Hvernig hefurðu sýnt að þú elskar okkur?“
„Var Esaú ekki bróðir Jakobs?“+ segir Jehóva. „En ég elskaði Jakob 3 og hataði Esaú.+ Ég gerði fjalllendi hans að auðn+ og erfðaland hans að óbyggðum þar sem sjakalar búa.“+
4 „Þegar Edómítar segja: ‚Við erum illa leiknir en við munum snúa aftur og endurreisa rústirnar,‘ þá segir Jehóva hersveitanna: ‚Þeir munu byggja en ég ríf niður og þeir verða kallaðir „land illskunnar“ og „þjóðin sem Jehóva hefur fordæmt um alla eilífð“.+ 5 Þið munuð sjá það með eigin augum og segja: „Jehóva sé hátt upp hafinn um allt land Ísraels.“‘“
6 „‚Sonur heiðrar föður sinn+ og þjónn húsbónda sinn. Ef ég er faðir,+ hvar er þá heiðurinn sem ég á skilið?+ Og ef ég er húsbóndi,* hvar er þá virðingin* sem ég á skilið?‘ segir Jehóva hersveitanna við ykkur prestana sem lítilsvirðið nafn mitt.+
‚En þið segið: „Hvernig höfum við lítilsvirt nafn þitt?“‘
7 ‚Með því að bera fram óhreinan mat* á altari mitt.‘
‚Og þið segið: „Hvernig höfum við óhreinkað þig?“‘
‚Með því að segja: „Það má alveg lítilsvirða borð Jehóva.“+ 8 Og þegar þið færið blinda skepnu að fórn segið þið: „Það er ekkert rangt við þetta.“ Og þegar þið berið fram halta skepnu eða lasburða segið þið: „Það er ekkert rangt við þetta.“‘“+
„Prófaðu að færa landstjóranum þær. Ætli hann verði ánægður með þig og taki vel á móti þér?“ segir Jehóva hersveitanna.
9 „Biðlið nú til Guðs um að sýna* okkur miskunn. Hvernig getur hann tekið vel á móti nokkrum ykkar ef þetta eru fórnirnar sem þið færið?“ segir Jehóva hersveitanna.
10 „Hver ykkar er reiðubúinn að loka dyrunum?*+ Þið viljið ekki einu sinni kveikja eld á altari mínu án þess að fá greitt fyrir.+ Ég hef enga velþóknun á ykkur,“ segir Jehóva hersveitanna, „og kæri mig ekki um neina fórnargjöf frá ykkur.“+
11 „Frá sólarupprás til sólarlags* verður nafn mitt mikið meðal þjóðanna.+ Alls staðar mun fórnarreykur stíga upp og nafni mínu verða færðar hreinar fórnargjafir því að nafn mitt verður mikið meðal þjóðanna,“+ segir Jehóva hersveitanna.
12 „En þið vanhelgið það*+ með því að segja: ‚Borð Jehóva er óhreint og fórnirnar á því* skipta engu máli.‘+ 13 Þið segið líka: ‚Þetta er svo þreytandi!‘ og fussið með fyrirlitningu,“ segir Jehóva hersveitanna. „Þið komið með stolnar, haltar og lasburða skepnur. Já, þannig gjafir komið þið með! Ætti ég að taka á móti þeim?“+ segir Jehóva.
14 „Bölvaður sé svikarinn sem á heilbrigt karldýr í hjörð sinni en vinnur heit og færir Jehóva gallagrip að fórn,“ segir Jehóva hersveitanna, „því að ég er mikill konungur+ og nafn mitt mun vekja óttablandna lotningu meðal þjóðanna.“+