Síðara bréfið til Tímóteusar
1 Frá Páli, postula Krists Jesú samkvæmt vilja Guðs og samkvæmt loforðinu um lífið sem fæst fyrir milligöngu Krists Jesú,+ 2 til Tímóteusar sem er elskað barn mitt.+
Megi Guð faðirinn og Kristur Jesús Drottinn okkar veita þér einstaka góðvild, miskunn og frið.
3 Ég er þakklátur Guði sem ég veiti heilaga þjónustu líkt og forfeður mínir. Ég geri það með hreinni samvisku og minnist þín alltaf í innilegum bænum mínum dag og nótt. 4 Ég minnist tára þinna og þrái að sjá þig til að ég fyllist gleði. 5 Ég rifja upp fyrir mér hræsnislausa trú þína.+ Þessi trú bjó fyrst í henni Lóis ömmu þinni og Evnike móður þinni, og ég er sannfærður um að hún býr líka í þér.
6 Þess vegna minni ég þig á að glæða með þér gjöfina sem þú fékkst frá Guði þegar ég lagði hendur yfir þig.+ 7 Guð gaf okkur ekki anda hugleysis+ heldur anda máttar,+ kærleika og skynsemi. 8 Þú skalt því ekki skammast þín, hvorki fyrir boðunina um Drottin okkar+ né fyrir mig sem er fangi vegna hans. Vertu heldur tilbúinn til að þola mótlæti+ vegna fagnaðarboðskaparins, í trausti þess að Guð gefi þér kraft.+ 9 Hann frelsaði okkur og kallaði okkur heilagri köllun,+ ekki vegna verka okkar heldur eftir vilja sínum og einstakri góðvild.+ Hann sýndi okkur þessa góðvild endur fyrir löngu í tengslum við Krist Jesú 10 en nú hefur hún birst greinilega með því að frelsari okkar, Kristur Jesús, er kominn fram.+ Hann hefur afmáð dauðann+ og varpað ljósi á líf+ og óforgengileika*+ með fagnaðarboðskapnum,+ 11 en ég var skipaður boðberi, postuli og kennari þessa boðskapar.+
12 Þess vegna þarf ég líka að þola þessar þjáningar+ en ég skammast mín ekkert fyrir það.+ Ég þekki þann sem ég trúi á og er sannfærður um að hann geti gætt þess sem ég hef trúað honum fyrir, þar til dagurinn kemur.+ 13 Haltu þig við inntak* heilnæmu* orðanna+ sem þú heyrðir mig flytja og sýndu jafnframt þá trú og kærleika sem fylgir því að vera sameinaður Kristi Jesú. 14 Varðveittu það góða sem þér var trúað fyrir, með hjálp heilags anda sem býr í okkur.+
15 Eins og þú veist hafa allir í skattlandinu Asíu+ snúið baki við mér, þeirra á meðal Fýgelus og Hermogenes. 16 Megi Drottinn miskunna heimilisfólki Ónesífórusar+ því að hann hressti mig oft og skammaðist sín ekki fyrir fjötra mína 17 heldur leitaði vandlega að mér þegar hann var í Róm og fann mig. 18 Megi Drottinn Jehóva* sýna honum miskunn þegar dagurinn rennur upp. Og þú veist vel hvaða þjónustu hann innti af hendi í Efesus.