Síðari Konungabók
8 Elísa sagði við móður drengsins sem hann hafði vakið til lífs:+ „Farðu burt ásamt heimilisfólki þínu og sestu að einhvers staðar erlendis því að Jehóva hefur sagt að hungursneyð komi yfir landið+ og hún mun vara í sjö ár.“ 2 Konan gerði það sem maður hins sanna Guðs sagði. Hún fór burt ásamt heimilisfólki sínu, settist að í landi Filistea+ og bjó þar í sjö ár.
3 Þegar árin sjö voru liðin sneri konan aftur frá landi Filistea. Hún fór til konungs til að biðja um hjálp til að fá aftur hús sitt og akur. 4 Konungur var þá að tala við Gehasí þjón guðsmannsins og sagði: „Segðu mér frá öllum afrekum Elísa.“+ 5 Þegar hann var að segja konungi hvernig Elísa hafði vakið drenginn til lífs+ kom móðir drengsins og bað konung um hjálp til að fá aftur hús sitt og akur.+ Þá sagði Gehasí: „Herra minn og konungur, þetta er konan og þetta er sonur hennar sem Elísa vakti til lífs!“ 6 Konungur spurði þá konuna sjálfa og hún sagði honum frá öllu sem hafði gerst. Þá kallaði konungur á einn af hirðmönnum sínum og sagði við hann: „Sjáðu til þess að hún fái aftur allar eigur sínar og allan afrakstur af akrinum frá þeim degi sem hún yfirgaf landið og fram til þessa.“
7 Dag einn kom Elísa til Damaskus.+ Þá var Benhadad+ Sýrlandskonungur veikur. Konungi var tilkynnt að maður hins sanna Guðs+ væri kominn. 8 Þá sagði konungur við Hasael:+ „Taktu með þér gjöf og farðu til manns hins sanna Guðs.+ Biddu hann að spyrja Jehóva hvort ég muni ná mér af þessum veikindum.“ 9 Hasael fór til hans og hafði með sér gjöf. Hann fór með 40 úlfalda klyfjaða öllu því besta sem Damaskus hafði upp á að bjóða. Hann kom til Elísa og sagði: „Sonur þinn, Benhadad Sýrlandskonungur, hefur sent mig til þín. Hann vill fá að vita hvort hann muni ná sér af veikindum sínum.“ 10 Elísa svaraði: „Farðu og segðu honum: ‚Þú munt ná þér.‘ Jehóva hefur samt birt mér að hann muni deyja.“+ 11 Elísa starði á Hasael þar til hann varð vandræðalegur. Síðan brast maður hins sanna Guðs í grát. 12 „Af hverju græturðu, herra minn?“ spurði Hasael. Elísa svaraði: „Af því að ég veit hve illa þú munt fara með Ísraelsmenn.+ Þú munt kveikja í virkisborgum þeirra, drepa bestu menn þeirra með sverði, berja börn þeirra til óbóta og rista þungaðar konur þeirra á kvið.“+ 13 Þá sagði Hasael: „Hvernig gæti ég, sem er aðeins ómerkilegur hundur, gert nokkuð slíkt?“ En Elísa svaraði: „Jehóva hefur birt mér að þú verðir konungur yfir Sýrlandi.“+
14 Þá fór Hasael burt frá Elísa og sneri aftur til herra síns sem spurði hann: „Hvað sagði Elísa við þig?“ Hann svaraði: „Hann sagði mér að þú myndir ná þér.“+ 15 En daginn eftir tók Hasael teppi, dýfði því í vatn og hélt því yfir andliti hans* þar til hann dó.+ Og Hasael varð konungur eftir hann.+
16 Á fimmta stjórnarári Jórams+ Akabssonar, konungs í Ísrael, varð Jóram+ Jósafatsson konungur í Júda á meðan Jósafat var enn konungur þar. 17 Hann var 32 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í átta ár í Jerúsalem. 18 Hann fetaði í fótspor Ísraelskonunga+ eins og ætt Akabs hafði gert+ enda var hann giftur dóttur Akabs.+ Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva.+ 19 Jehóva vildi samt ekki eyða Júda vegna Davíðs þjóns síns,+ en hann hafði lofað að gefa honum og sonum hans lampa*+ sem stæði að eilífu.
20 Á hans dögum gerði Edóm uppreisn gegn Júda+ og tók sér sinn eigin konung.+ 21 Jóram fór þá yfir til Saír með alla stríðsvagna sína. Um nóttina sigraði hann Edómítana sem höfðu umkringt hann og vagnliðsforingjana. Hermennirnir flúðu þá til tjalda sinna. 22 Uppreisn Edóms gegn Júda hefur staðið yfir allt fram á þennan dag. Á sama tíma gerði Líbna+ einnig uppreisn.
23 Það sem er ósagt af sögu Jórams og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 24 Jóram var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður hjá þeim í Davíðsborg.+ Ahasía+ sonur hans varð konungur eftir hann.
25 Á 12. stjórnarári Jórams Akabssonar Ísraelskonungs tók Ahasía, sonur Jórams Júdakonungs, við völdum.+ 26 Ahasía var 22 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í eitt ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Atalía+ og var sonardóttir* Omrí+ Ísraelskonungs. 27 Ahasía fetaði í fótspor ættar Akabs+ og gerði það sem var illt í augum Jehóva eins og ætt Akabs en hann hafði gifst inn í ætt hans.+ 28 Hann fór með Jóram Akabssyni í stríð gegn Hasael Sýrlandskonungi við Ramót í Gíleað.+ En Sýrlendingar særðu Jóram.+ 29 Þá sneri Jóram konungur aftur til Jesreel+ til að láta sárin gróa sem Sýrlendingar höfðu veitt honum við Rama* þegar hann barðist við Hasael Sýrlandskonung.+ Ahasía Jóramsson Júdakonungur fór niður til Jesreel til að heimsækja Jóram Akabsson af því að hann var særður.*