Bréfið til Hebrea
10 Lögin eru aðeins skuggi+ hins góða sem átti að koma+ en ekki sjálfur veruleikinn. Þess vegna geta þau* aldrei með fórnunum sem eru bornar fram ár eftir ár gert þá fullkomna sem nálgast Guð.+ 2 Hefði ekki annars verið hætt að færa fórnirnar? Þeir sem veita heilaga þjónustu væru þá orðnir hreinir í eitt skipti fyrir öll og væru ekki lengur meðvitaðir um synd.* 3 Með þessum fórnum er hins vegar minnt á syndirnar ár eftir ár+ 4 því að blóð nauta og geita getur með engu móti afmáð þær.
5 Þegar Kristur kemur í heiminn segir hann því: „‚Þú vildir ekki sláturfórn og fórnargjöf heldur gerðir líkama handa mér. 6 Þú viðurkenndir ekki brennifórnir og syndafórnir.‘+ 7 Þá sagði ég: ‚Ég er kominn (í bókrollunni er skrifað um mig) til að gera vilja þinn, Guð minn.‘“+ 8 Fyrst segir hann: „Þú hvorki vildir né viðurkenndir sláturfórnir, fórnargjafir, brennifórnir og syndafórnir“ – en þær eru færðar samkvæmt lögunum. 9 Síðan segir hann: „Ég er kominn til að gera vilja þinn.“+ Hann afnemur hið fyrra til að koma á hinu síðara. 10 Samkvæmt þessum „vilja“+ vorum við helguð þegar Jesús Kristur fórnaði líkama sínum í eitt skipti fyrir öll.+
11 Sérhver prestur tekur sér stöðu hvern dag til að veita heilaga þjónustu+ og bera fram sömu fórnirnar aftur og aftur+ þó að þær geti aldrei afmáð syndir að fullu.+ 12 En þessi maður færði eina fórn fyrir syndir í eitt skipti fyrir öll og settist svo við hægri hönd Guðs.+ 13 Hann bíður þess síðan að óvinir hans verði lagðir eins og skemill undir fætur hans.+ 14 Með einni fórn hefur hann fullkomnað+ um alla framtíð þá sem eru helgaðir. 15 Heilagur andi staðfestir þetta einnig fyrir okkur þegar hann segir: 16 „‚Þetta er sáttmálinn sem ég geri við þá þegar þessir dagar eru liðnir,‘ segir Jehóva.* ‚Ég legg lög mín í hjörtu þeirra og skrifa þau í huga þeirra.‘“+ 17 Síðan segir hann: „Ég mun ekki framar minnast synda þeirra og afbrota.“+ 18 Þar sem þetta er fyrirgefið er ekki lengur þörf fyrir syndafórn.
19 Bræður og systur, við getum því gengið hugrökk* inn í hið allra helgasta+ vegna blóðs Jesú 20 en hann opnaði* okkur leið þangað, nýja og lifandi leið gegnum fortjaldið,+ það er að segja líkama sinn. 21 Við höfum mikinn prest yfir húsi Guðs.+ 22 Þess vegna skulum við ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum og í fullkomnu trausti, núna þegar hjörtu okkar hafa verið hreinsuð, við höfum fengið hreina samvisku+ og líkami okkar hefur verið baðaður í hreinu vatni.+ 23 Höldum áfram að boða opinberlega það sem við vonum, án þess að hvika,+ því að sá sem gaf loforðið er trúr. 24 Og berum umhyggju hvert fyrir öðru* svo að við hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka.+ 25 Vanrækjum ekki samkomur okkar+ eins og sumir eru vanir að gera heldur hvetjum hvert annað+ og það því meir sem við sjáum að dagurinn nálgast.+
26 Ef við syndgum vísvitandi eftir að hafa fengið nákvæma þekkingu á sannleikanum+ er enga fórn lengur að fá fyrir syndirnar.+ 27 Þá er ekkert annað eftir en óttaleg bið eftir dómi og brennandi reiði sem mun eyða öllum andstæðingum.+ 28 Sá sem virðir lög Móse að vettugi er líflátinn án miskunnar ef tveir eða þrír bera vitni.+ 29 Haldið þið þá ekki að sá maður verðskuldi mun þyngri refsingu sem hefur traðkað á syni Guðs og álítur blóð sáttmálans+ lítils virði, blóðið sem helgaði hann? Hann er maður sem hefur svívirt anda einstakrar góðvildar Guðs.+ 30 Við þekkjum þann sem sagði: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ og: „Jehóva* mun dæma fólk sitt.“+ 31 Það er skelfilegt að falla í hendur hins lifandi Guðs.
32 En hugsið til baka. Eftir að þið voruð upplýst+ urðuð þið að heyja harða baráttu og þola miklar þjáningar. 33 Stundum voruð þið smánuð og ykkur misþyrmt fyrir opnum tjöldum* og stundum þolduð þið illt með þeim* sem urðu fyrir slíkum raunum. 34 Þið sýnduð þeim samúð sem sátu í fangelsi og tókuð því með gleði þegar þið voruð rænd eigum ykkar+ því að þið vissuð að þið áttuð betri og varanlega eign.+
35 Kastið ekki frá ykkur hugrekkinu* því að hugrekki hefur ríkuleg laun í för með sér.+ 36 Þið þurfið að vera þolgóð+ til að gera vilja Guðs og fá að sjá loforðið rætast. 37 Eftir „stutta stund“+ þá „kemur sá sem á að koma og honum seinkar ekki“.+ 38 „En minn réttláti mun lifa vegna trúar,“+ og „ef hann skýtur sér undan hef ég* ekki velþóknun á honum“.+ 39 Við erum ekki þannig að við skjótum okkur undan og förumst+ heldur þess konar fólk sem trúir og heldur lífi.