Sálmur
71 Hjá þér, Jehóva, hef ég leitað athvarfs.
Láttu mig aldrei verða mér til skammar.+
2 Frelsaðu mig og hjálpaðu mér því að þú ert réttlátur.
Beygðu þig niður og hlustaðu,* bjargaðu mér.+
3 Vertu mér klettavirki
sem ég get alltaf flúið í.
Sendu einhvern til að bjarga mér
því að þú ert bjarg mitt og vígi.+
4 Guð minn, frelsaðu mig úr höndum vondra manna,+
úr greipum illskeyttra kúgara,
5 því að þú ert von mín, alvaldur Drottinn Jehóva,
6 Ég hef reitt mig á þig frá því að ég fæddist,
þú tókst á móti mér úr móðurkviði.+
Ég lofa þig öllum stundum.
7 Í augum margra er ég sem undur
en þú ert mér öruggt athvarf.
8 Munnur minn er fullur af lofgjörð um þig,+
allan daginn segi ég frá dýrð þinni.
10 Óvinir mínir tala um mig
og þeir sem sækjast eftir lífi mínu leggja á ráðin gegn mér+
11 og segja: „Guð hefur yfirgefið hann.
Eltið hann og grípið hann því að enginn bjargar honum.“+
12 Guð, vertu ekki fjarlægur,
Guð minn, hjálpaðu mér fljótt.+
13 Láttu þá sem standa gegn mér
farast með skömm,+
þá sem vilja mér illt
klæðast niðurlægingu og smán.+
14 En ég vil halda áfram að bíða
og lofa þig sem aldrei fyrr.
15 Munnur minn segir frá réttlæti þínu,+
allan daginn frá björgunarverkum þínum
16 Ég vil fara og kunngera máttarverk þín,
alvaldur Drottinn Jehóva,
segja frá réttlæti þínu, þínu og einskis annars.
18 Yfirgefðu mig ekki, Guð, þegar ég er orðinn gamall og gráhærður.+
20 Þú hefur látið mig þola miklar raunir og erfiðleika+
en lífgaðu mig nú við,
dragðu mig upp úr djúpi jarðar.+
21 Láttu mig endurheimta mína fyrri reisn,
veittu mér vernd og huggun.